Freizeit mit Arbeit

Eitt er það verra við að vinna í verslun en annarsstaðar, og það er að ég hef minni tíma fyrir sjálfan mig, þrátt fyrir að vinnutíminn sé nær sá sami. Þar sem ég vinn innan um fólk reyni ég að vera sem best til reika og fer því að sofa fyrr en ella, eða í kringum miðnætti. Ég svæfi því átta til níu tíma á nóttu ef ég gæti yfirhöfuð sofið, en svefn er hvort eð er ekki breyta í þessu dæmi, heldur sá tími sem ég eyði í rúminu.

Dæmið er svona, miðað við kjörgerð sólarhringsins:

Ikea: Ég fer að sofa á miðnætti, vakna klukkan níu á morgnana og er mættur til vinnu klukkan hálftíu. Ég er búinn klukkan hálfsjö og hef því fimm og hálfan tíma fyrir sjálfan mig.

Önnur vinna: Ég fer að sofa á bilinu tólf til hálfþrjú, vakna klukkan hálfátta á morgnana og er mættur til vinnu klukkan átta. Ég er búinn klukkan fjögur og hef því átta til tíu og hálfan tíma fyrir sjálfan mig.

Niðurstaða: Lágmarkstímamunur er tveir og hálfur tími. Hámarkstímamunur eru fimm tímar. Meðaltal þessara tveggja stærða eru þrír tímar og þrjú kortér.

Þetta þjakar mig þó raunverulega ekkert, þar sem ég vinn eingöngu þrjá daga vikunnar. Þessa viku vinn ég þó alla sjö dagana. Þá reynir fyrst á svefnleysið.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *