Þvílíkt útsýni!

Nasa heldur áfram að skapa goðsagnir. Þeirra orða verður svo sannarlega minnst þegar fyrsti geimfarinn til að snúa sér við á sporbaugi og skoða jörðina mælti, svo undir tók í alheiminum: Þvílíkt útsýni! Á hann verður án efa minnst í sömu andrá og Neil Armstrong, sem einnig gerðist orðheppinn úti í geimi. Svo sannarlega hefur enginn geimfari síðastliðinna fimmtíu ára sagt neitt í líkingu við þetta áður, og má Soichi Noguchi prísa sig sælan með að hafa skapað sér þvílíkt nafn, þvílíka goðsögn meðal geimfara, að hafa fyrstur manna látið sér detta í hug þessi fleygu orð, sem án efa munu móta kynslóðir komandi geimfara. Mannkynið bíður endurkomu þinnar fagnandi, herra Noguchi, lávarður himinhvolfsins.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *