Monthly Archives: september 2005

Fuglabjargið 0

Fór veikur heim úr vinnunni í miðri afgreiðslu. Það var mátulegt á mig. Ég veit ekki hvers vegna það var mátulegt á mig, en það hlýtur að hafa verið það. Allt sem mig hendir er mátulegt á mig, a.m.k. ef sumir eru hafðir til álitsgjafar. Þannig er skap mitt þessa stundina að ég vil heyra […]

112809741411178671 0

Mættur í vinnuna. Veðrið er skárra en í gær, en fyrr má nú vera að þurfa að grípa húfuna á lofti á hverju götuhorni. Leiðindarok. Talsverð ólga í ungpólitíkinni. Eins og alltaf raunar, þar sem Heimdallur á í hlut.

Blóðbanki 0

Þetta finnst mér gaman að heyra. Bloggfærsla mín um vampírur í Blóðbankanum hefur sumsé borist í sjálfan Blóðbankann, starfsfólkinu greinilega til nokkurrar skemmtunar. Það útskýrir innlit fólks hingað gegnum pósthólf Landspítalans. Ég var orðinn uggandi um stund.

Annað klukk 0

Emil hefur klukkað mig. Ég veit ekki hvort ætlast sé til þess að maður svari klukki tvisvar, en gamla klukkið var svo niðurdrepandi að mér finnst ég skyldugur til að bæta við. Og það er nú einu sinni eins og maðurinn sagði: Bloggið er sjálfhverft. Raunar er allur tjáningarmáti sjálfhverfur á sinn hátt, því með […]

112793370182944935 0

4. Þegar ég var níu ára horfði ég á mér yngri strák kúka á loftræstistokk ofan á Klóakstöðinni við Kirkjusand svo kúkurinn þyrlaðist yfir hann allan. Ég rétt slapp undan skothríðinni og hef blessunarlega líka sloppið við öll sálræn eftirköst. 5. Ég vil alltaf hafa puttana í öllum málum og það að ég taki við […]

I kú 0

Ég hef fengið niðurstöður greindarprófs sem lagt var fyrir mig. Er tiltölulega ánægður.

Flottur jakki 0

Já, nú er ég stoltur eigandi glæsilegs jakka sem ég keypti mér í „Herra outlet“ í Faxafeni. Sölumaðurinn var líka skemmtilegur, með málband yfir axlirnar eins og klæðskeri. Á morgun eignast ég svo glæsilegan nýjan frakka. Það verður nú munur.

Sultarólin hert 0

Mikið er ég feginn því að blóðhundar Bandaríkjanna hafi ákveðið að slökkva á prenturum sínum þegar þeir eru ekki að prenta sína útgáfu mannkynssögunnar í þeim. Ég er líka handviss um að fórnarlömb fellibyljanna tveggja gráti hamingjutárum til dýrðar herrum sínum, sem hvergi mega aumur sjá á öðrum og öllu fórna fyrir hagsmuni heildarinnar.

Efst á Baugi 0

Baugsfeðgar létu einkaspæjara fylgjast með ferðum Jóns Geralds og konu hans, segir herra Sullenberger sjálfur. Í hvaða tilgangi sagði hann ekki. Einnig hefur komið fram að Jónína lá undir Styrmi og gat með honum lögfræðiaðstoð Jóns Steinars, þrátt fyrir að óvinveittir Sjálfstæðismenn hafi í andstöðu sinni hangið yfir henni eins og ufsagrýlur andskotans, enda þótt […]

Snilld auglýsinga 0

Merkileg þessi dagblaðaauglýsing frá Betra baki. Þar eru myndir af ýmsum gerðum rúma og svo mynd af Siggu Beinteins, með nafni hennar letruðu undir. En það er hvergi vitnað í æðislega reynslu Siggu af rúmunum, eða hinum kyngimögnuðu Spring Air Never Turn dýnum. Það er bara myndin og nafnið. Þetta er náttúrlega bara snilld, ósnortið […]