Bækur og nefndarstörf

Fór með Brynjari Germannssyni á bókamarkað Eddu í fyllist-inn-múla. Keypti þar Ljóra sálar minnar og Mitt rómantíska æði eftir Þórberg Þórðarson, Hundshjarta Bulgakovs og Ljóðmæli Stefáns frá Hvítadal. Fékk Í spegli í gátu eftir Jostein Gaarder, sem frægur varð fyrir Veröld Soffíu, í kaupbæti. Litum við í Góða hirðinum í leiðinni og þar festi ég kaup á Ágripi af forníslenzkri bókmenntasögu, samanteknu af Sigurði Guðmundssyni.

Þá hefur mér tekist að troða sjálfum mér inn í skólaráð, sem er vel. Ég fæ því næg færi á að pönkast í jafnréttisstefnu skólans, sem eigi er vanþörf á. Þá á ég ekki við að allt sé í hers höndum í skólanum, heldur að geri megi betur. Og sérstaklega má gera betur þar sem ekkert er gert til að byrja með.

Fattaði Áhyggjudúkkur áðan. Hún fjallar um syndaflóðið og Reykjavík er Sódóma. Mikið var það nú frumlegt.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *