Framtíðaráformin

Ég er spenntur fyrir framtíðinni. Svo spenntur að ég get varla á mér setið og festist ekki við neitt annað. Samt veit ég að ég get ekki gefið mér tíma til þess sem mig langar til, það er margt sem stendur framtíðaráformum mínum fyrir þrifum og þarf að taka til hendinni við, áður en hlaupið verður af stað út í hin áhugaverðari verkefni, sem eru ýmis og margvísleg. Samt vil ég byrja, núna helst. Þannig er það alltaf. Og þegar allt er klárað sem klára þarf áður en ég get byrjað á því sem ég vil byrja á (leiðinleg setning?), þá verður allur áhugi horfinn. Þannig er það líka alltaf. En þessi verkefni eru svo spes að ég vona að undantekning verði á.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *