EMP-mail

Skrýtið hvernig dyrasími heimilisins virkar alltaf nema þegar pósturinn hringir. Þá skiptir engu máli hversu hátt er hrópað í dyrasímann, það heyrist ekki einu sinni í rokinu fyrir utan. Tólið bara hættir að virka. Þessu hafa flestir á heimilinu vanist og hleypa póstburðarkonunni inn, jafnvel þótt hún hafi engin færi fengið á að auðkenna sig. En spurningin er þessi: Þyrfti ekki að ráða póstburðarmann í hverfið með stabílla segulsvið, eða hvað maður skyldi kalla það?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *