Í vinnunni í gær var maður sem leit nákvæmlega út eins og Sean Connery. Í vinnunni í dag var maður sem leit nákvæmlega út eins og Orlando Bloom. Hef ég það að sönnun fyrir því að tímarnir verða aðeins verri.
Í lok vinnudagsins þurfti ég að afgreiða mann sem leit út eins og fífl. Þegar hann var með vesen hringdi ég í verslunarstjóra. Það endaði á því að ég þurfti að fara með manninn í verslunarferð um búðina. Það fór í mínar fínustu, því búðinni hafði verið lokað nokkru fyrr, fyrir utan það náttúrlega að ég vinn ekki við að tína ofan í innkaupakerrur fólks, halda á hillunum þeirra eða bíða í röð fyrir það inni á lager. Hefði hann ekki verið svo bljúgur fyrir hjálpina hefði ég rifið af honum hausinn. Ég læt ósagt hvað ég hefði gert við hausinn.