Hæfileikar?

Klukkan átta í kvöld mun ég flytja fyrsta hluta af þremur í ókláraðri rómönsu minni á hæfileikakeppni skólans. Það er ekki laust við að ég sé þegar orðinn stressaður. Ég er ekki beinlínis vanur því að spila fyrir framan fólk.

Uppfært klukkan 5:14 eh:
Fyrri hluta upphitunar lokið. Ég fór nefnilega það fram úr eigin getu við samningu þessa lags að ég þarf að hita upp á mér fingurna áður en ég get spilað það almennilega, og það getur tekið mislangan tíma. Þetta ætlar að verða einn þeirra daga sem krefjast langrar upphitunar.

Uppfært klukkan 5:54 eh:
Seinni hluta upphitunar lokið. Ég hef enn ekki náð fullkominni fingraleikni, en það kemur vonandi undir pressu. Senn held ég af stað í soundcheck.

Uppfært klukkan 10:45 eh:
Hlaut annað sæti. Ekki ástæða til neins annars en vera ánægður með það.

8 thoughts on “Hæfileikar?”

  1. Upphitun er góð, alltaf að vera tilbúinn.. þar sem ég veit hvað býður þín af reynslunni ..en upphitunin hefur gengið í veg fyrir mætingu til menntunarstofnunnar

  2. Engar áhyggjur af því að ég mæti ekki. Meiri áhyggjur af því að ég drulli á mig opinberlega, eins og mín er von og vísa.
    Guð hjálpi þeim sem biðja mig um að spila í brúðkaupum sínum, að ég minnist ekki á jarðarfarir nákominna.

  3. Til hamingju! Þetta var afskaplega fallegt atriði hjá þér. Hlakka til að heyra hluta 2 og 3. Þú yrðir held ég góður svona wedding singer! 🙂

  4. Hahaha, veit ekki með singer! 🙂 Hef raunar spilað í einu brúðkaupi, fannst það mislukkast hryllilega.
    En þakka þér kærlega fyrir hólið. Atriðið ykkar fannst mér líka mjög skemmtilegt – pælingin var í það minnsta frumleg.
    Seinni tvo hlutana færðu svo að heyra um leið og þeir eru fullsamdir.

  5. Já, það má segja það. Ég skráði mig ekki til þess að vinna neitt, aðeins af eigin framtrönunaráráttu, svo ég uni glaður við mitt.

Lokað er á athugasemdir.