Daily Archives: 14. nóvember, 2005

Kjerulf ormstunga 2

Ég keypti í dag bókina Völuspá fornritanna og ýmiskonar athuganir eftir E. nokkurn Kjerulf, frá árinu 1945. Mér segir svo hugur um að ég hafi dottið óafvitandi í lukkupottinn og muni geta haft hina mestu skemmtan af þessari bók. Einnig segir mér svo hugur um að íslenskufræðingum enn þann dag í dag sé í nöp […]

Af verkum Ishiguro, fáanlegum sem ófáanlegum Slökkt á athugasemdum við Af verkum Ishiguro, fáanlegum sem ófáanlegum

Bókin Veröld okkar vandalausra (Once We Were Orphans) eftir Kazuo Ishiguro reyndist mér nokkur vonbrigði, varla verð þeim mikla meistara sem skrifaði Óhuggandi (The Unconsoled), einhverja þá mögnuðustu bók sem ég hef lesið. Það eru að vísu ljósir punktar í bókinni, og það gladdi mig að uppgötva að aðalpersónan, Banks, er sama tilfinningalega og samskiptalega […]

Kaffi 5

Áðan sem endranær á morgnana langaði mig í kaffi og fór því í kaffiteríu skólans. Þar sem stelpurnar þennan daginn kunnu ekki að laga kaffi tók ég það að mér, enda þótt ég kynni það ekki sjálfur. Mig langaði semsagt svo mikið í kaffi að ég vippaði mér yfir afgreiðsluborðið og tók til við að […]

Gefandi skýrslugerð 0

Ég var að klára níu blaðsíðna skýrslu um félagssálfræðitilraun sem sýndi ómarktækar niðurstöður. Svona eins og til að finna tilgang í lífinu.

Bretar og víkingar 0

Ég veit ekki hvort mér á að finnast það plebbalegra að Bretar segi Danelaw en ef þeir rembdust við að segja Danalög. Slíkt er vanþakklæti heimsins, að vér Norðurlandabúar flissum að þeim, hvurt heldur sem þeir gera. Annars gætir alltaf ákveðins hroka í Bretum þegar þeir tala um víkingaöldina. Þeir falla nefnilega alltaf í þessa […]

Mannkynið mun aldrei bíða þess bætur 3

Ég sé á RSS-listanum mínum að bloggari nokkur hefur eytt færslu um það hvers vegna nafnið Helmut er svona fyndið. Hví? Mig sem alltaf hefur þyrst í að vita svarið! Þetta er nærri því eins og að standa frammi fyrir svarinu við lífsgátunni og fá heilablóðfall, einmitt þegar svarið er innan seilingar. Eins og maður […]

Af verkum Ishiguro, fáanlegum sem ófáanlegum 0

Bókin Veröld okkar vandalausra (Once We Were Orphans) eftir Kazuo Ishiguro reyndist mér nokkur vonbrigði, varla verð þeim mikla meistara sem skrifaði Óhuggandi (The Unconsoled), einhverja þá mögnuðustu bók sem ég hef lesið. Það eru að vísu ljósir punktar í bókinni, og það gladdi mig að uppgötva að aðalpersónan, Banks, er sama tilfinningalega og samskiptalega […]