Kaffi

Áðan sem endranær á morgnana langaði mig í kaffi og fór því í kaffiteríu skólans. Þar sem stelpurnar þennan daginn kunnu ekki að laga kaffi tók ég það að mér, enda þótt ég kynni það ekki sjálfur. Mig langaði semsagt svo mikið í kaffi að ég vippaði mér yfir afgreiðsluborðið og tók til við að laga kaffi. Það vantaði bara á mig lambhúshettuna. Kaffið heppnaðist annars prýðilega og ég fékk það ókeypis. Ég er að drekka það núna. Ég veit ekki hvað ég geri af mér ef ég fæ ekki kaffið mitt á morgnana. Kaffi.

5 thoughts on “Kaffi”

  1. Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég ætti nokkuð að verða kaffistjóri Kattholts og mæta þangað á morgni hverjum og hella uppá, þar sem aðeins að því er virðist 10. hver manneskja sem vinnur þar kann að laga sómasamlegt kaffi. En ég hef hingað til ekki vaknað nógu snemma… Eigum við kannske að deila þessum titli?

Lokað er á athugasemdir.