Daily Archives: 17. janúar, 2006

Bókakaup 7

Það er 3 fyrir 2 tilboð í bókabúðunum núna og vitaskuld stóðst ég ekki freistinguna og keypti níu bækur. Nei, ég lýg því, ég keypti bara þrjár. Það voru Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson, Snarkið í stjörnunum eftir Jón Kalman Stefánsson og Níu þjófalyklar eftir Hermann Stefánsson. Nú hef ég ekkert lesið eftir þessa höfunda og […]

Tilvitnun dagsins 3

„And Romeo says -Hey man gimme a cigarette, and they all reach for their pack and Frankie lights it for him and pats him on the back.“ – úr „Romeo is Bleeding“ eftir Tom Waits. Aðalmálið er samt ekki hvað hann segir heldur hvernig hann segir það.

Hversdagsleikinn tekur við 0

Það gerist helst til oft að ég hlaupi í tölvuna með næstu arkímedesarskrúfu í hausnum og sé búinn að gleyma því strax og ég sest niður fyrir framan hana. Þetta henti mig rétt í þessu. Guð má vita hvenær ég man hvað var svona mikilvægt. Ég hef samið við starfsmannastjóra vinnustaðar míns um að fá […]

Af mannréttindum 1

Þetta er allt að koma

Tíðindin 0

Tíðindin slógu mig. Óhugnanlegt er til þess að hugsa hvernig hefði getað farið fyrir Steingrími í gærkvöldi. Blað skilur bakka og egg. Vonandi hlýtur hann skjótan bata.

Sannindi dagsins 2

Jussi er hammaslääkari. Þó ekki í orðsins fyllstu merkingu.

Posh 0

Þetta Golden Globe drasl virðist mér vera í sjónvarpinu. Hvar eru svo þessir hryðjuverkamenn þegar nauðsyn knýr dyra? Óendanlegur er ímugustur minn á „fínu og frægu“ fólki. Mun meiri en á hryðjuverkamönnum. Vissulega eru Hollywood-stjörnur raunar angi af sömu grein, en það horfir hvort eð er enginn á þetta, þannig að kannski fer heimurinn ekki […]