Í dag

Það er aldrei að vita nema ég hafi dottið niður á nýja vinnu. Verður það afturhvarf til liðinna ára að vissu leyti, því sem starfið sem um ræðir er á Borgarspítalanum. Já, ég er að hugsa um að gerast bindiskarl í glerbúri. Engir viðskiptavinir = draumur í dós.
Annars sé ég það æ betur að ég er nokkuð góður starfskraftur. Já, bara nokkuð góður. Að minnsta kosti miðað við suma.
Fréttablaðið reyndi að hafa samband við mig í dag. Ég reyndi án afláts að hringja aftur en enginn svaraði, svo ég veit ekki um hvað málið snýst. Vonandi enga andskotans pólitík. Minnist þess samt ekki að hafa gert neitt merkilegt nýverið, hvað þá nokkurn tíma. Samt þokkalegt egóbúst.

2 thoughts on "Í dag"

  1. Avatar Þorkell skrifar:

    Hata þessi dagblöð. Heyrði í dag að DV eða Blaðið eða einhver fjárinn hafi stolið frá mér bloggfærslu í blaðinu sínu um daginn án þess að láta mig vita og ég sá þetta aldrei. Merðir þessir fjölmiðlar.

  2. Avatar Arngrímur skrifar:

    Þú þarft að setja höfundarréttarákvæðið á spássíuna til að verja þig fyrir ritstuldi.

Lokað er á athugasemdir.