Lag dagsins er Exit Music (For a Film) með Radiohead, sem samið var fyrir nútímauppfærsluna á Rómeó og Júlíu með Leonardo DiCaprio og Claire Danes, sem mér finnst góð sama hvað hver segir, og hefur orðið þess valdandi að ég get ekki ímyndað mér Mercutio öðruvísi en sem blökkumann. Þ.e.a.s. myndin en ekki lagið.
Ég fékk áðan drög að góðum tíðindum. Langt síðan ég hef fengið svoleiðis. Síðast gekk það ekki eftir, ef mig misminnir ekki, vona að það verði öðruvísi í þetta skiptið.
Ps. Hver veit nema smetti mitt sjáist á göngum skólans í fyrramálið.
4 thoughts on “Lag dagsins”
Lokað er á athugasemdir.
Fáránlega gott lag
Já, eiginlega er það alveg ótrúlegt. OK Computer öll er raunar algjört meistaraverk.
Já. Ég get samt ekki hlustað á þessa plötu. Ég hlustaði of mikið á hana á sínum tíma. Líklega einu sinni á dag í 4 ár. Nú er ég kominn með ógeð á henni. En lagið er snilld, burtséð frá því.
Sama hér, ég er aðeins nýfarinn að hlusta á hana aftur.