Verkefni og kaffi

Eftir að hafa spurt mig hvort ég gerði mér grein fyrir því að það væri ekki BA-verkefni, sagði leiðbeinandinn mér að stytta ritgerðina mína um 10 blaðsíður. Ég spurði hann hvað honum þætti um það að ég minnkaði einfaldlega leturstærðina. Held hann hafi átt við róttækari breytingar. Með tilfærslum á texta og leturgerðarbreytingu einum og sér hefur mér tekist að stytta ritgerðina um fjórar. Áður en ég geng á sjálft efni ritgerðarinnar vil ég þó vita hvað prófarkalesurum mínum finnst.

Þessa stundina er ég að springa úr höfuðverk og framtakssemi í senn. Spurning hvort vægir á undan. Ég má samt eiginlega ekki gefa eftir verknum og leggja mig þar sem ég svaf nær ekkert í nótt. Maður kannast of vel við þann vítahring.

Ég fékk annars tvær eða þrjár góðar hugmyndir í nótt og í dag. Sjáum hvað verður úr þeim. Jafnvel ég fari og vinni í þeim núna. Ætli enn meira kaffi sé þá ekki málið? Úff, ég drekk sko sem nemur rúmri könnu á dag, sé miðað við könnu í standard kaffivél. Það er ekki normalt. En eins háður því og ég er á veturna þá samt snerti ég þetta sull ekki á sumrin. Skil ekki hvernig ég fer að því. En nú kraumar uppi í mér munnvatnið í löngun sinni eftir því svarta gufusoðna návatni svo ég er farinn að hella upp á!

6 thoughts on “Verkefni og kaffi”

  1. Ha, já já, það er það. Hinsvegar býður umfjöllunarefnið ekki upp á mikið styttri ritgerð. Ég var eins stuttorður og ég mögulega gat. Þetta er nefnilega ekki eins og sama gamla sagan með mig, skrifið þrjár en ég skrifa tíu.

Lokað er á athugasemdir.