Sjálfsnám hefst að skyldu lokinni

Eftir að hafa nú lesið rjómann úr þýskum bókmenntum á einni nóttu hefur dálæti mitt á dulmagni þýska prósans vaknað úr árslöngum dvala. Fyrir því vil ég kaupa þýsk smásagnasöfn sem hægt er að grípa í þegar löngunin ræðst á mig úr öllum áttum líkt og hjörð soltinna Canem lupi.

Þeirri litlu rússnesku sem ég kann þarf aukinheldur að viðhalda og helst bæta. Þá ætla ég að stunda sjálfsnám þeirrar eðla tungu í sumar, með hjálp nokkurra góðra bók sem ég á, auk ágætrar heimasíðu sem vísað er til hér á spássíu. Já, svona er maður dugandi í ráðagerðum. Svonalagaðar ráðagerðir farast þó jafnan fyrir þegar á hólminn er komið. Þá hrekkur Hræfrakki, heggur til Skeggja andans, svo vitnað sé í mætan mann.