Daily Archives: 28. september, 2006

Stjörnuvals 2

Já, og ekki láta ykkur bregða klukkan tíu í kvöld þegar öll ljós verða slökkt í Reykjavík. Loksins verður sá draumur að veruleika og ég þakka framtakið. Ég ætla að finna mér einhvern góðan grasi gróinn stað til að leggjast á bakið, finna til smæðar minnar og velta vöngum. En fyrst og fremst njóta þess […]

Hversdagslíf í nokkrum Heimum 0

Tilgangur lífsins er tvíþættur þeim sem vinnur í Sólheimum: Að borða rúnstykki með kaffi úr Álfheimabakaríi, og vera sætur við afgreiðslustelpurnar. Þá verður rúnstykkið líka betra. Uppgötvaði á leiðinni milli Heimanna tveggja að Christopher Lee býr í Goðheimum. Ef til vill hefur hann frétt af því hversu barnavænt hverfið er.

Bloggað úr vinnunni 0

Sem ég buðlast við að falla ekki í öngvit í gegndarlausri baráttu við hita og ógleði mæti ég í skóla og vinnu og þykist vera hress. Svitna viðstöðulaust í lófum og í andliti. Það veit ekki á gott. Stend greinilega styrkum fótum í inngangskúrsinum að málfræði hjá henni Siggu Sig. Hef verið að fá góðar […]