Monthly Archives: október 2006

Hálfir skósólar 2

Skundaði í skólann í þessu líka hryllilega frosti eftir hálfa andvökunótt og hálfa svona hinsegin þarsem maður sefur. Varð svo var við að einhver gekk á eftir mér, beið með að kíkja þartil ég gekk fyrir hornið. Þá uppgötvaði ég að það gekk enginn á eftir mér, aukamarrið var í skónum mínum. Af því dreg […]

Nótt að morgni 2

Hef legið andvaka í alla nótt eftir að ég las í Útgönguleiðum eftir Steinar Braga, en það er ekkert samhengi þar á milli þótt í fljótu bragði gæti virst fyndið að halda því fram. Mér er ómögulegt að líta það öðrum augum en svo að enn sé nótt úti, samt er ég kominn á fætur, […]

Dunaður er dansinn 0

Mikið þykir mér vænt um alla þessa vitleysinga sem ég á að vinum. Í einu kraðaki á Kofa Tómasar frænda, eins og í Twister, reynandi að drekka bjór undir handarkrika næsta manns og seilast í sígarettur með hinni undir löpp og yfir bak á tveimur öðrum. Mynda svo eina dansandi hrúgu milli bars og borða, […]

Tilvitnun dagsins 2

Það er af mörgum ástæðum að ég bendi á grein Ingólfs Gíslasonar á Múrnum. Ein þeirra er þessi litla klausa sem fangar svo ótrúlega vel það sem ég hef lengi reynt að segja, greinin sjálf er svo orð í tíma töluð: „Mörg sem læra til kennara heillast af svokallaðri fjölgreindarkenningu. Þau þykjast sjá að andlegir […]

Tilkynning Slökkt á athugasemdum við Tilkynning

Fimmtudaginn næstkomandi, þann 26. október, mun skáldafélagið og útgáfan Nykur standa fyrir ljóðakvöldi á Litla ljóta andarunganum við Lækjargötu í Reykjavík (í innri salnum). Gamanið hefst klukkan 21:00. Að þessu sinni munu eftirfarandi Nykurskáld lesa: Arngrímur Vídalín, Emil Hjörvar Petersen, Jón Örn Loðmfjörð, Kári Páll Óskarsson, Bjarney Gísladóttir, Urður Snædal. Aðgangur er ókeypis og allir […]

Samsærið 0

Sendur heim úr vinnu klukkan sex vegna veiklulegra (en karlmannlegra) tilburða. Þá hlýtur það að vera slæmt, ég var ekki neitt sérstaklega að barma mér þrátt fyrir hörmulega líðan. Ég held að ég sé náunginn sem þeir prófa allar nýju pestirnar á, svo það sé alveg öruggt að þær séu ekki of hættulegar áður en […]

Upptekni maðurinn 1

Allur dagurinn hafði farið í að vinna og fullklára eitt verkefni. Undir nótt lágu skýin eins og satúrnusarhringur umhverfis jörðina og stjörnurnar glitruðu eins og kvikasilfur bakvið þau. Ég gat ekki sofið, vegna draumóra annars vegar, vægrar streitu og kvíða hins vegar. Ég reif mig framúr rúminu klukkan kortér í átta eftir minna en klukkutíma […]

Við étum grind og spik 2

Nú príla menn hver yfir annan á kommentakerfum bloggsíðna hafandi eftir nákvæmlega sömu frasa um hvalveiðar og næstu menn á undan. Það er ástæða fyrir því að ég nenni varla að tjá mig um þær. Mér finnst allt í lagi að veiða þetta, á sömu forsendum og mér finnst allt í lagi að veiða aðrar […]

Kominn í loftið 0

Kaninkan loksins komin í loftið aftur. Í fyrramálið flyt ég erindi um stöðu ungmenna á vinnumarkaðnum á málstofu Vinnueftirlitsins. Ég vona bara að mér hafi tekist að uppfylla allar kröfur á sama tíma og ég get kannski bent á eitthvað nýtt. Auður Lilja, Kári, Sverrir og Óli Gneisti útskrifuðust öll á laugardaginn og óska ég […]

Jæj e suj 0

Erfitt vakn í dag. Ég er í annað sinn í þessum mánuði að verða veikur. Gamla húsráðið að setja koníak út í te er ekki að virka í þetta skiptið. En nú er að koma helgi. Kannski maður sleppi teinu út í koníakið og voni bara það besta. Ég er hættur að borga fleiri þúsundir […]