Ó, dagur!

Afar fallegur dagur. Ég fór út í miðdegissólina og gekk mér til heilsu og yndisauka meðfram tjörninni, gegnum Hljómskálagarðinn þar sem heilsað var upp á Jónas og hugsað um engil með rauðan skúf. Þaðan upp í Þingholt þar sem ferðinni lauk á Café Babalú. Góð og kyrrlát stemning hvert sem farið var, litirnir alveg dásamlegir.

Millistríðsáranegrakvartettinn Ink Spots (dásamleg orðmyndun í gangi) hljómar hér á grammófóninum mínum geislandi stemningu kvöldins, og orð dagsins eru þeirra:

I don’t want to set the world
on fire
I just want to start
a flame in your heart.

The moon belongs
to everyone
the best things in life
are free.

2 thoughts on "Ó, dagur!"

  1. Einar Steinn skrifar:

    Stórgóður texti. Says it all, really.

  2. Einar Steinn skrifar:

    Hlustaði líka á lagið. Þetta þykir mér góð sveit.

Lokað er á athugasemdir.