Dómar

Fínir dómar komnir um bókina. Sá fyrsti raunar alveg óopinber frá henni Hörpu, en hún fer svo fögrum orðum um bókina að meira að segja netsjálf mitt roðnaði við lesturinn. Svo birtist á Kistunni dómur Þórdísar, sem heldur er ekki af lakari endanum. Gott ef þar kemur ekki fram allt það sem mér finnst mikilvægt að komi fram. Skáld er að vonum ánægt með viðtökurnar.

Að öðru, því nú er vá fyrir dyrum. Ég er orðinn tíðasti viðskiptavinur gamla pósthússins sem svo kaldranalega vill til að er ekki lengur í Pósthússtræti ((Guði sé lof fyrir eignarfallsbrottfall, annars héti það Pósthússstræti. )). Þar vinna þrjár konur á sama aldri með sömu hárgreiðslu, og sinna þær starfi sínu af alúð og allt það, ekkert út á þær að setja. Jæa, þetta er komið út í einhverja vitleysu. Það sem ég er að reyna að segja er að ALDREI fæ ég neitt í póstinum, og til að forðast þann misskilning hjá þríburunum knáu hjá Póstinum að ég sé umkomulaust ungskáld, ætla ég að efna til Allsherjar Jólakortamambós 2006! Það fer þannig fram að sérhver lesandi þessarar síðu finnur til póstkort (má vera hvernig sem er), skrifar á einhverja fallega (eða ekki) kveðju og sendir mér. Heimilisfang er Öldugata 59, 101 Rvk. Má líka vera bréf ef einhver nennir.

Annars er kannski óþarft að vekja athygli á að pikköplínakeppnin er enn í fullum gangi? Koma svo, allir saman nú, senda inn pikköplínur hér.

2 thoughts on “Dómar”

  1. Til hamingju með þessa frábæru dóma, ég verð að nálgast bókina þína þegar ég mæti í höfuðborgina í næstu viku. Svo skal ég með bros á vör senda þér póstkort frá Castro-landi.

Lokað er á athugasemdir.