Af gildishleðslu

Ég ætla ekki að lesa þessa bók:

16 thoughts on "Af gildishleðslu"

 1. Avatar Björn Fr. skrifar:

  Ég held að hann eigi við að lesandi verði negldur niður í stólinn…ef hann les ekki bókina.

 2. Avatar áj skrifar:

  Nei hver vill vera negldur við stólinn sinn?

 3. Avatar Arngrímur skrifar:

  Það vekur allavega hugrenningatengsl við titil bókarinnar.

 4. Avatar Þórunn skrifar:

  Ég er nelgd niður í stólinn í bókstaflegri merkingu nú þegar. Ég ætti kannski að lesa hana svona þar sem að ég hef engu að tapa.

 5. Ertu negld við hjólastólinn?

 6. Avatar Kári skrifar:

  Masókískar bókmenntir. Er það eitthvað nýtt genre?

 7. Avatar Þórunn skrifar:

  tjah…tæknilega séð, þar sem að fóturinn er nelgdur saman og af þeim orsökum býðst mér ekki að yfirgefa stólinn..

 8. Avatar Brynjar skrifar:

  Ég les bækur alltaf rápandi um stofuna eða gangandi upp á fjöll.

 9. Avatar Einar Steinn skrifar:

  Persónulega er ég ekkert sérlega hrifinn af því að sæta pyntingum við lestur bóka.
  „BÓKSTAFLEGA negldur við stólinn“, já (leturbreyting mín). Nei takk, ég held að ég kæri mig nú bara ekkert um að vera bókstaflega negldur við eitt né neitt, þeink jú verrí mötsj.

 10. Hvernig á lesandinn að kynnast písl musterisriddarans nema hann verði sjálfur að píslarvætti fyrir trú sína á gildi trúarlegra spennusagna? Sjálfum finnst mér næg písl í því að lesa slíkar bækur þótt ég sé ekki negldur við innanstokksmuni.

 11. Avatar Einar Steinn skrifar:

  Ég hefði fremur séð musterisriddarann fyrir mér negldan við stólinn en lesandann. Hann hefði þá hlotið svipuð örlög og frelsari hans, en útfærslan hefði verið frumlegri.

 12. Avatar Emil skrifar:

  Betra hefði verið:
  „Lesandinn er bókstaflega negldur í stólnum … “
  Það er gefið að það selur betur.
  *setur tvo fingur laust við munn sér, horfir til hliðar og flissar prakkaralega*

 13. Það er væntanlega undir lesandanum sjálfum komið …

 14. Þetta var einmitt síðasti dagur fyrir skegg. Í gær var svo aftur fyrsti dagur eftir skegg. Merkilegt hve langt er síðan.
  Þetta er líklega besta staka mynd sem til er af okkur öllum, við erum öll svo eðlileg á henni. Hvað gæti svo fríður hópur kallað hljómsveitina sína?

Lokað er á athugasemdir.