Hafragrautur

Annað hvort er sérstakt trix að búa til hafragraut nema innihaldið samanstandi ekki eingöngu af mjólk, salti og haframjöli. Ógott, en ætt.

Latínukennarinn minn í MR kvaðst vakna sérhvern morgun á slaginu sex til að malla sér hafragraut. Eftir fimm diska af þeirri garpafæðu þyrfti hann ekki að borða neitt meira yfir daginn.

15 thoughts on "Hafragrautur"

 1. Já enn er æðslega góður . Ég borða alltaf hafragraut á morgnana . Hann er bæði hollur og góður í maga . Enn þau sem eru í grænupökkum eru miklu hollari enn þau sem eru í rauðu.

 2. Avatar baun skrifar:

  sýður þú hafragrjónin í mjólk?

 3. Átti ég semsé ekki að gera það?

 4. Avatar baun skrifar:

  ég sýð grjónin alltaf í vatni, smá salt með. held að það sé almennt viðurkennd aðferð en vil ekki vera þröngsýn í svona mikilvægum málum.

 5. Þetta er þjóðþrifamál og enginn getur verið hlutlaus! Ég gerði það sem mér var uppálagt, en faðir er sjálfsagt enginn Jamie Oliver, þótt hann sé stundum nakinn – eða ég geri ráð fyrir að hann sé það stundum – bara helst ekki þegar hann eldar.

 6. Avatar baun skrifar:

  er ekki viss um að maður eigi að blanda berum foreldrum saman við hafragraut.

 7. Svo lengi sem maður ruglar þeim ekki saman. En aðferðin var þessi, leiðréttingar óskist snarlega:
  Sjóða mjólk með dash af salti. Láta liggja við hæga suðu og blanda haframjöli við og hræra uns maður er sáttur við þykktina. Borið fram í djúpum diski með skeið til handargagns.

 8. Avatar baun skrifar:

  hér er önnur: sjóða grjón og vatn (hlutf. 1/2) 2-3 mín, örlítið salt út í vatnið.
  borið fram með púðursykri, kanilsykri, hvítum eða engum sykri og mjólk sem hellt er út á grautinn.
  svo er líka hægt að setja grjón og vatn (í skál) í örbylgjuna, spara uppþvott á potti.

 9. Avatar Mokki skrifar:

  Mér sýnist fólk vera að ruglast á grjónagraut og hafragraut.

 10. Avatar Kristín Svava skrifar:

  Spurðu mömmu hans Jóns. Hún lumar á uppskrift að hafragraut sem lítur út eins og gubb en er að sögn mjög góður.

 11. Avatar baun skrifar:

  já, mér datt líka í hug að Arngrímur væri hugsanlega að tala um grjónagraut sem er auðvitað allt annar handleggur.

 12. Ég er barasta ánægður með ítarupplýsingarnar. Hver veit nema ég reyni grjónagrautinn næst 🙂

 13. Avatar Elías Halldór skrifar:

  Ég sýð haframjöl, hveitiklíði og kanel í vatni. Það er fínn og hollur hafragrautur. Stundum sýð ég söxuð epli með.

 14. Avatar Hildur Edda skrifar:

  Má ég giska, Kolbeinn?

 15. Meistarinn sjálfur, Colbeinus maximus.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *