Hýpóþetikal

Aðaluppistaðan í þeirri ansi hreint ósjarmerandi fæðu sem ég lifi á er kjöt. Nauta- og lambalundir er eitthvað það albesta sem ég fæ. Ég er ekki klár á því hvernig þessum skepnum er slátrað eða hverslags tól eru notuð til að búta þær niður til að færa mér vöðva þeirra á diski, löðrandi blóðuga með sinum og öllu. Svo fremi sem ég veit gæti þetta allt eins verið mannakjöt. Í fyllstu hreinskilni finnst mér þetta ansi viðbjóðslegt, en það er líka viðbjóðslega gott á bragðið.

Spurningin er þá þessi: Þegar maður fer á veitingastað og pantar sér steik, hvaða máli skiptir eitt hár til eða frá? Það kemur ekkert slæmt fyrir þótt ég plokki hárið af og taki til við að rífa skepnuna í mig. Í langversta falli þarf ég að bíða annan hálftíma eftir annarri steik ef ég kvarta, nema þá að hárið sé hágeislavirkt og springi við kjöraðstæður í einhverslags efnahvörfum við kjötið ef ég kvarta ekki, annars er ansi hreint lítið sem gæti komið fyrir. Í þau skipti sem kötturinn sofnar hjá mér vakna ég með nógu mikið af hárum uppi í mér til að búa mér til annan kött, og fyrst ég dey ekki af því þá dey ég ekki þótt eitt mólekúl af hárgeli endi á blóðugri steik minni alsettum sinum og – guð hjálpi okkur – gegnsteiktum steindauðum agnarsmáum sníkjudýrum sem enginn tæki nokkru sinni eftir.

Guð hjálpi þeim sem finnur hár á fiskinum sínum og finnst það ógeðslegra en hringormarnir í fiskinum sjálfum en er samt ekki það pjattaður að hann þori ekki að greiða sér á morgnana. Svo gæti sama fólk gæti tekið upp á því að kyssa lík í kistulagningu – nokkuð sem ég skil en get sjálfs mín vegna ekki hugsað mér að gera. En hár á matnum, o seisei nei. Með fullri virðingu finnst mér að kvarta undan stöku hári í matnum álíka órasjónal eins og að varpa handsprengju til að losna við dordingul úr baðkerinu. Ég raunar skynja mig dáldið einan í þeirri afstöðu.

3 thoughts on "Hýpóþetikal"

 1. Brynjar Smári skrifar:

  Ég borða kjöt alltaf með feldinum á. Mér finnst svo ómannúðlegt að fara að flá feldinn af greyið dýrinu. Nema kannski ef þeir flá skinnið af áður en það er drepið, þá er það í lagi.
  Og einusinni fór ég í sleik við lík. Það kallast víst náslepja.

 2. Drullukunta skrifar:

  Þú ert ekki einn um þessa skoðun, kæri vinur. Ég plokka hárin alltaf í burt þegar kokkurinn sér ekki til og skófla svo í mig.

 3. einsidan skrifar:

  Það truflar mig lítið að finna hár í mat, nema reyndar í súpu..

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.