Ferfaldi lattéinn fór ekki vel með mig. Um eittleytið lagðist ég til hvílu en um kortéri seinna fékk ég aðkenningu að mígrenikasti sem hélst uns ég leið útaf um hálfáttaleytið í morgun. Hálftólf brotlenti ég úr meðvitundarleysinu með aþenuhríðir í ennisholunum og fann þegar að þær voru stíflaðar. Þannig skrölti ég í vinnuna og hélst þar til hálffimm þegar mígrenið var meira farið að líkja eftir flensu. Þá gafst ég upp og fór heim. Ligg í rúminu núna í mokkajakkanum mínum með burberrytrefilinn um hálsinn, Í leit að konungi á náttborðinu og hlusta á The Cure í von um að ég rotist aftur og vakni nógu heill til að geta haldið áfram lestrinum.
Já, það er víst ekki tekið út með sældinni, stúdentalífið.
6 thoughts on "Stúdentar verða líka veikir"
Ég óska þér bata en verð jafnframt að segja að þetta virðist vera nokkuð myndrænt heilsuleysi.
Jafnvel rómantískt.
Arngrímur: mig hefur lengi langað til að spyrja þig þessarar spurningar: hefurðu séð kvikmynd er heitir Withnail and I?
Nei, hvaða mynd er það?
þú færð fullkomlega ófrumlegar og ómyndrænar batakveðjur frá mér. skárr´en ekkert.
það er hellaristan/gróteskan…………..
Hvað er hellaristan/gróteskan? Withnail and I? Erfitt að hugsa með 10 í útvíkkun og gyðju hálffædda …