Stúdentar verða líka veikir

Ferfaldi lattéinn fór ekki vel með mig. Um eittleytið lagðist ég til hvílu en um kortéri seinna fékk ég aðkenningu að mígrenikasti sem hélst uns ég leið útaf um hálfáttaleytið í morgun. Hálftólf brotlenti ég úr meðvitundarleysinu með aþenuhríðir í ennisholunum og fann þegar að þær voru stíflaðar. Þannig skrölti ég í vinnuna og hélst þar til hálffimm þegar mígrenið var meira farið að líkja eftir flensu. Þá gafst ég upp og fór heim. Ligg í rúminu núna í mokkajakkanum mínum með burberrytrefilinn um hálsinn, Í leit að konungi á náttborðinu og hlusta á The Cure í von um að ég rotist aftur og vakni nógu heill til að geta haldið áfram lestrinum.

Já, það er víst ekki tekið út með sældinni, stúdentalífið.

6 thoughts on “Stúdentar verða líka veikir”

  1. Jafnvel rómantískt.
    Arngrímur: mig hefur lengi langað til að spyrja þig þessarar spurningar: hefurðu séð kvikmynd er heitir Withnail and I?

Skildu eftir svar við Arngrímur Vídalín Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *