Lét hann þá dólgslega og linnti eigi látum …

Horfði á þetta diskó í gær. Segið svo að ég fari aldrei í bíó …

Sjálfur var ég meira í „eldlínunni“ þegar náungi réðist að mér á Næstabar og krafðist þess að fá að skála við mig. Ég lyfti glasinu og hann kýldi glasinu beinlínis í mitt svo þau mölbrotnuðu yfir mig allan. Ég sat þarna forviða og horfði á náungann týna glerbrotin úr lófanum þegar Kristjón kom aftan að honum og fleygði honum út. Þegar ég loks fékk rænu til að líta í eigin lófa sat þar eftir stykkið úr glasinu sem ég hafði haldið í. Þá opnaði ég lófann alveg og það lak eins og sandur niður á borðið.

Fleiri voru ævintýri kvöldsins en þetta verður víst að nægja í bili.

5 thoughts on “Lét hann þá dólgslega og linnti eigi látum …”

  1. Ég sá hann ekki gjörla því ég var uppteknari af blóðugum verðinum, en mér virtist það vera ungur náungi. Þetta gerðist svo snöggt reyndar að það voru þegar komnir tveir aðrir til að halda honum og þeir huldu hann nær alveg.

  2. Í DV kemur fram að náunginn hafi verið um tvítugt, sem þýðir að gæti verið milli 18 ára til þrítugs. Og kannski minnið sé að bregðast mér, en þetta er eitthvað öðruvísi en ég upplifði það:

    „Á þessum tíma voru fjórir öryggisverðir inni í versluninni og náði einn þeirra að yfirbuga árásarmanninn. Eftir að einn öryggisvarðanna hafði yfirbugað manninn var honum sagt að árás á höfuð jafngilti tilraun til manndráps. Samkvæmt öðru vitni að árásinni hló hann að þeim orðum á meðan fórnarlambið lá milli heims og helju í blóði sínu. Hafi árásarmaðurinn virst vera á örvandi efnum þegar árásin var framin.“

Skildu eftir svar við Arngrímur Vídalín Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *