Appelsína

„Matreiðslumenn eldhússins, Orange Lab. leika sér að helíum, fljótandi köfnunarefni og fleiri efnum úr lotukerfinu til þess að framreiða mat á nýjan og spennandi hátt,“ segja Einar og Þórarinn og bæta við að hugmyndin á bak við Orange sé að upplifunin skili sér jafnt í skemmtun sem og bragði. (#)

Mér þykir nýstárlegt að leika sér að „efnum úr lotukerfinu“ til að framreiða mat. Kannski þeir missi óvart natrín ofan í klórblönduna í vaskinum og finni upp eitthvað næstumþví gagnlegt sem þegar fæst fullunnið í Bónus.

4 thoughts on "Appelsína"

 1. Avatar Ljóðamaður skrifar:

  Ég vil ekki að það finnist efni úr lotukerfinu í matnum mínum!!!!
  Frekar en það finnist erfðaefni!!!
  Erfðabreytt matvæli og annað kukl! plah!!!

 2. Avatar baun skrifar:

  það mundi hræða mig mjög ef einhver gæfi mér mat úr efnum sem ekki fyndust í lotukerfinu.

 3. Eitt sinn fór ég á veitingahús þar sem sást inn í eldhúsið. Þá varð ég vitni að nýstárlegri aðferð til eldamennsku, sem fólst í bruna ýmislegra efna úr lotukerfinu til að hita steikina mína.
  Hverju finna þeir upp á næst?

 4. Það myndi líka hræða mig gífurlega ef einhver gæfi mér mat sem innihéldi ekkert erfðaefni.

Skildu eftir svar við Hjörvar Pétursson Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *