Af aðferðum stúdents

Þegar ég vinn með textaskjöl hef ég jafnan algengustu táknin í handraðanum svo ég þurfi ekki að eyða tíma að gera þau í hvert sinn heldur geti einfaldlega límt þau í skjalið þar sem við á. Áðan voru það íslenskar gæsalappir sem mér fannst taka of langan tíma að gera fyrir hvert tilvik, svo ég kópíeraði þær. Einhvern veginn tókst mér þó að kópíera óvart setningu úr netsamtali í millitíðinni með þessum afleiðingum:

Ástæðan fyrir því að hluti goðorðsmanna gat skattlagt bændur á tilteknu landsvæði er væntanlega sú að valdahlutföll heima í héraði höfðu raskast. Fokk, annars, hvað bókmenntasaga Stefáns Einarssonar er mikið drasl!

Fyrriparturinn er úr grein eftir Sverri Jakobsson, svo ég verði nú örugglega ekki ásakaður um ritstuld.

9 thoughts on “Af aðferðum stúdents”

  1. Hvað um að gera bara shortcut fyrir íslenskar gæsalappir? Ég hef alltaf ctrl+z fyrir 99 og ctrl+g fyrir 66. Mjög skilvirkt.

  2. Ég myndi gleyma því strax. Ég er alveg fljótur að gera gæsalappirnar, bara þegar ég er að afrita heimildir með mörgum gæsalöppum þá er þægilegt að hafa bara kópíerað þær, bara ctrl+v fyrir báðar.

  3. Ef Emil og Kristín eru Windows notendur, eru þau að eyðileggja fínar flýtileyðir.
    Þannig er ctrl+z „undo“ í flestum forritum, ctrl+g held ég að geri ekkert.
    F2 er flýtileið til þess að endurnefna skjöl og skrár, F3 er „find“ í betri vöfrum.
    Í MS Word eru íslenskar gæsalappir Alt+0132 og Alt+0147, fljótlegt að skrifa ef maður er á lyklaborði með talnapalli (þ.e. ekki á fartölvulyklaborði).
    Ð og Æ eru stafir sem notast má við til að gera flýtivísa, það er gert með því að fara í insert (setja inn) – symbol (tákn) og finna gæsalappirnar í General Punctuation (Almenn greinarmerki).
    Myndir: http://www.ma.is/ma/ut/hjalp/gaesalappir.htm

  4. Jámm, vissi að ég væri að eyðileggja undo, en ég hafði hvort eð er aldrei notað þá flýtileið. Ég fer alltaf í edit. Er búinn að venjast þessum flýtileiðum mínum of mikið til að breyta þeim.

  5. ,,Ég skrifa bara svona.„
    Ef ég þarf að útbúa skjal til prentunar, þá breytast þessar ,,gæsalappir„ í raunverulegar íslenskar gæsalappir, amk í þeim hugbúnaði sem ég nota. 🙂

  6. Svo getur líka verið ágætt að uppfæra ritilinn sinn, og verða sér til dæmis úti um Word 2007. Sé hann stilltur á íslensku þá kann hann að búa til kórréttar gæsalappir þegar maður smellir á shift+2, þótt hann sé svo sem ýmsum öðrum annmörkum búinn. Þetta er raunar líka hægt í eldri ritlum með þeirri hjáleið að stilla á þýsku.
    Kveðja,
    Þjáningarbróðir í miðaldafræðum.

  7. Er það sama furðulega útgáfa af Word og finnst í tölvuveri Árnagarðs? Ég villist alltaf þegar ég reyni að nota hana. Þýskan þykir mér nokkuð glúrin leið hins vegar, nógu einföld amk til að mér dytti hún ekki í hug.

Skildu eftir svar við Stígur Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *