Um óþarflega fundvísi Hildigunnar

IngólfurÉg er svo gapandi bit. Hafið þið tekið eftir því að Skerjafjörðurinn er eins og Ingólfur Arnarson í laginu? Með réttu hugarfari má einnig sjá úr þessu bergrisann sem gætti Suðurlands í Heimskringlu. Þar er þá landvætturin komin. Skyldi Vopnafjörður þá vera í laginu eins og dreki? Svari mér fróðari menn, ég hef ekki kannað málið …

„En hvað er það sem verndar viðkomu landans? Vitið þér hvað það er? Mér er það hulið.“ – Megas.

Stolið via Tölvuóða tónskáldið.

4 thoughts on "Um óþarflega fundvísi Hildigunnar"

 1. Gunni skrifar:

  Þetta er mjög skemmtilegt!
  Ég get ekki betur séð en að Davíð Oddsson búi á forhúðinni, að Fáfnisnesi 12.

 2. Nema skítapakkið búi að Skildingatanga.

 3. Önundr skrifar:

  Þetta er eins og maður að gramsa í ruslatunnu, hefur mér alltaf fundist. Ekki er það nú mjög classy.

 4. Alliat skrifar:

  Nau! hehe, ég sé hvoru tvegga út úr kortinu án trafala!
  -Ætli þetta sé útpælt? Svona gatnalega séð virkar þetta voða ópraktísk uppsetning svo það má vel vera.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.