Þátturinn sem lofað var – gleðjist!

Garðskálinn er risinn úr hýði sínu eftir langan – en fagurfræðilega nauðsynlegan – vetrardvala, en þeir Jón og Arngrímur láta engan bilbug á sér finna fremur en venjulega. Ef eitthvað er mæta þeir hálfu stórkostlegri til leiks í því augamiði að rífa sljóan almenning uppúr dróma sainnuleysis og heimsku (með fullri hógværð).

Garðskálinn er stoltur að kynna glænýja byltingakennda kenningu um endalok hinnar þrúgandi kúgunar landsins ungskálda, sem hingað til hafa ráðið allri bókmenntaumræðu með viðurstyggilega skrúðmæltu náðarvaldi sínu!

Þátturinn er næstum því í lit að þessu sinni, fyrir utan að litarásirnar á myndavélunum voru bilaðar og að settið á til að skipta litum alveg að óvörum, sem hefur slæm áhrif á ljósnæmi viðkvæmra vélanna. Arngrímur var að kaupa sér nýja skyrtu sem hann bara varð að sýna utan á sér. Jón var í sömu fötum og alltaf.

4 thoughts on “Þátturinn sem lofað var – gleðjist!”

  1. Arngrímur, ég er fullfær um að tilkynna sjálfur hvort ég sé að grínast eða ekki. Ekki skemma mannorð mitt með því að halda því fram að allt sem ég segi sé bara einhver kjánaskapur.
    Mér er full alvara með öllu í Garðskálanum. Ef þú ert bara að þessu til að fífflast þá get ég ekki hugsað mér að taka upp annan þátt með þér.

Skildu eftir svar við Arngrímur Vídalín Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *