Nýja þolmyndin lætur ekki að sér hæða

En eitt þykir mér afar vænt um í þessum ferðum, það er ekki vanmetið mig, heldur gert mig enn stærri en ég er í raun og veru.

– fengið hjá Róslín.

5 thoughts on "Nýja þolmyndin lætur ekki að sér hæða"

 1. Gunni skrifar:

  Ég vissi það! Þú segist alltaf vera að lesa heimsbókmenntirnar en eyðir öllum þínum tíma í að lesa blogg 14 ára smástelpna.

 2. Ég myndi afsaka það með blæti ef það yrði til þess að draga úr alvarleika þessara ásakana, en það yrði víst síst til þess.

 3. Gunnar Hrafn skrifar:

  Mér finnst þetta svo fallegt að ég tárast næstum því.

 4. Nei hæ!
  Er verið að gera grín að mér hérna inni, eða hvað? Endilega sendu mér línu, ég bít ekki, og gagnrýni eru betri en engin gagnrýni :)…

 5. Sæl, Róslín.
  Það var fyrst og fremst málfarið sem vakti áhuga minn á bloggfærslunni þinni. Sem íslenskunemi hef ég lært um ýmiss konar málbreytingar sem hafa orðið gegnum tíðina, þar með talið þær sem eiga sér stað í nútímanum.
  Textinn sem um ræðir, „En eitt þykir mér afar vænt um í þessum ferðum, það er ekki vanmetið mig, heldur gert mig enn stærri en ég er í raun og veru“ er dæmi um hina svokölluðu nýju þolmynd, þar sem búið er til gervifrumlagið ‘það’ í nefnifalli til að gera germyndarsetningu með þolanda í andlagssæti (það var hrint mér), í stað þess að hafa þolanda einfaldlega í frumlagssæti, í aukafalli, eins og venjan er (mér var hrint). Ég þekki þetta mætavel þar sem mín kynslóð hóf þessa breytingu 🙂
  Þannig að þetta var hreint engin gagnrýni. Þetta er einfaldlega málþróun sem vekur áhuga minn. Hvað aðra sem gerðu athugasemdir við færsluna snertir þori ég ekkert að fullyrða um, en hvað sem því líður skaltu ekkert láta það á þig fá. Tungumálið er eins og fólk talar og skrifar, ekki eins og það stendur í skólabókum, og við öll höfum okkar eigin leið til að segja hlutina.
  Svo vil ég bara bæta við að mér finnst bloggið þitt skemmtilegt og að ég kíki á það við og við 🙂
  Bestu kveðjur,
  Arngrímur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *