Klofið sjálf

Ég held það hljóti að vera einhvers konar rökvilla þegar fólk segir að enginn þekki sitt raunverulega sjálf, það sé í raun allt öðruvísi en hvernig það kemur fyrir. Málið er miklu einfaldara í mínum huga: Fólk er eins og það kemur fyrir, þótt það komi ólíkt fyrir í ólíkum hópum eða undir ólíkum kringumstæðum.

Þannig skiptir það mig engu máli þótt fæstir sjái fleira en eina hlið á mér. Ég þarf ekki að blanda saman öllum skapgerðum sem ég bý yfir öllum stundum til að búa til heilsteyptan karakter. Sumir þekkja mig einfaldlega sem fulla gaurinn. Mér finnst það fínt enda er ég jafnan fulli gaurinn undir sömu kringumstæðum.

En ég er ekki fulli gaurinn þegar ég tala við hinn helminginn yfir Skype. Ef allir ættu að þekkja þá hlið á mér þá mætti ég teljast afbrigðilega opinn. Það er einfaldlega svo einfalt. Og þessari færslu er auðvitað síst ætlað að afhjúpa annað en það að ég hef annan helming til að daðra við yfir Skype. Enda er ég afskaplega einfaldur maður.

3 thoughts on “Klofið sjálf”

  1. Ég verð að viðurkenna að ég las titil færslunnar fyrst sem „Klofið sjálft“. Ég veit ekki hvað það segir um minn persónuleika og þá staðreynd að ég hafi engan annan helming til að daðra við yfir Skype.
    Líklega ekkert.

Skildu eftir svar við Lommi Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *