Aftur á bekkinn

Að forníslenskunni undanskilinni sé ég ekki fyrir mér að ég muni eiga í miklum vandræðum með námið það sem eftir er. Að öðru leyti finnst mér ég aftur kominn í menntaskóla. Bekkjarsystir mín ein deilir ekki þeirri tilfinningu. Ég veit ekki hvort ég ætti heldur að öfunda hana af að fá að læra þetta allt saman í fyrsta sinn eða hætta þessum umkvörtunum yfir annars prýðilegu lúxusvandamáli, sama hve mikið mér kann að leiðast í tímum.

Eini áfanginn sem ég var spenntur fyrir reyndist nógu aðsóknarlítill til að vera aflýst. Þess í stað bauðst okkur að sitja sambærilegan áfanga á meistarastigi, en ég er ekkert of viss um að það yrði metið til BA prófs. Og ég er ekkert alltof viss um það heldur að ég hafi áhuga á að eiga inni bónus fyrir gráðu sem er óvíst að ég taki. Þannig að ég held ég hlaði bara ofan á mig skyldunni og plægi í gegn í von um að útskrifast sem fyrst.

Næsti maður sem segir mér að allt sé texti á ekki von á góðu frá mér.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *