sofna ekki
mæta klukkan átta í skólann
þar sem þrír kaffibollar gerðu ekkert fyrir mig
fara beint í vinnu eftir skóla að bera tækjabúnað
þar sem fimm kaffibollar til viðbótar gerðu ekkert fyrir mig
fara heim illa uppfokkaður og leggjast í kör á rúmið nakinn, skjálfandi
öskrandi nöfn fræðimanna ofan í tóma illa lyktandi bjórdós
þyljandi upp strauma og stefnur missandi
sig yfir örvæntingu daganna
ég læt það vera

en mikið er gott að fá sér einn kaldan eftir erfiðan dag

One thought on “Að”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *