Af mér er þetta helst að frétta

Mun sækja um sumarnámskeið um kristni og heiðni í norrænum miðaldabókmenntum í háskólanum við Árósa eftir helgi. Nordplusstyrk ef ég kemst að. Ég hafði aldrei færi á að fíflast í útlöndum einsog flest ykkar hinna eftir stúdentspróf. Svo það er sárabót ef ég fæ að vera voða alvarlegur í útlöndum í smátíma.

Fer að demba mér í BA ritgerðina líka, sem mun fjalla um Þórberg Þórðarson sem sköpunarverk sjálfs sín og ólíkar persónur. Hef sent fyrirspurn á Þórbergssetrið í Suðursveit um fræðimannsaðstöðu þar. Fátt betra til að koma sér í stemninguna, að geta rölt um óspjallaða sveitina með jökla í baksýn.

Hef ákveðið að eftir BA-gráðu muni ég einbeita mér að íslenskum miðaldabókmenntum. Þrátt fyrir allt hef ég komist að raun um að það er mitt svið. Þá er bara að vona að ég hafi tíma og efni á að vera utan vinnumarkaðar svo lengi.

Er svo búinn að vera í tygjum við konu núna í tæpa tvo mánuði. En það kemur ykkur ekkert við.

Ég er ánægður með lífið og tilveruna. Aldrei þessu vant liggur mér við að segja. Í komandi viku fer ég til Kaupmannahafnar og verð þar framyfir helgi í ýmsum erindagjörðum misfagmannlegum. Það verður kærkomið frí frá íslensku samfélagi.

10 thoughts on “Af mér er þetta helst að frétta”

  1. Óli: Hljómar vel, ég er býsna spenntur og vona að ég komist að.
    Harpa: Ég skal kaupa hana og senda þér ef þú leggur inn á mig á móti. Sendu mér heimilisfang á arngrimurv hjá simnet.is og ég sendi þér reikningsnúmer á móti.
    Silja: Klárlega, eitthvert kvöld sem hentar sérstaklega vel?

  2. Til lukku með þetta allt! Ég er einmitt líka í B.A. skrifum/angist, skrítið að þú sért að klára námið á sama hraða og ég hef náð að taka eins og 17 einingar – tíminn líður hratt!! Til lukku með miðalda-ákvörðunina!

  3. Þú átt orðu skilið fyrir að tækla miðaldarbókmenntirnar!
    Hvað féll ég oft í þessu? Fjórum sinnum minnir mig – náði svo loksins í fimmta skiptið hehe. 😛

  4. Ég klára raunar í fyrsta lagi vorið 2010, en það er ágætis rammi raunar.
    Og þakka ykkur báðum, ég er líka ansi lukkulegur með allt þetta. Alli hinsvegar mætti taka sig á í miðaldabókmenntunum …

Skildu eftir svar við Harpa J Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *