Hræið

Nei heyrið mig nú! Það er víst búið að finna og ídentífíkera hræið af henni Anastasíu minni. Og það fyrir tæpu ári. Mun nú vera búið að sameina Romanovfjölskylduna alla í sameiginlegum grafreit.

Ég er sjokkeraður yfir að hafa fyrst komist að þessu núna. Ekki fannst íslensku miðlunum þess virði að færa mér þessar fréttir fyrst enn var hægt að fjalla um handarkrika Jennifer Lopez – myndir!

En fyrst þetta er komið fram í dagsljósið hlýtur krafan um endurgerð þessarar myndar brátt að enduróma um gervalla byggða veröld. Það er náttúrlega glæpur að gera eins- og hálfstíma langa mynd sem er jafn leiðinleg. Ég vænti þess því að nýja gerðin verði aðeins kortér að lengd, það er að byltingin verði sýnd framað þeim punkti þegar hausinn er skotinn af stelpunni. Svo rúlli kreditlistinn.

Það væri ólíkt skemmtilegra áhorfs. Og nær sannleikanum.

Með fullri virðingu og allt það.

One thought on “Hræið”

  1. Þú verður að virða það Arngrímur að íslenskir blaðamenn hafa aldrei heyrt um Romanov-fjölskylduna og auk þess voru þeir mjög uppteknir við að skrifa um nærbrók Amy Winehouse og kollega sinn sem rakaði á sér punginn.

Skildu eftir svar við Þórdís Hætta við svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *