Monthly Archives: ágúst 2009

Béa 0

Þá er béaritgerðin mín komin úr prentun, skylduskil í Hugvísindadeild og Þjóðarbókhlöðu að baki. Þá er bara að senda afurðina til leiðbeinanda sem kemur henni áleiðis til prófdómara. Ef að líkum lætur verð ég ekki felldur fyrir uppátækið. Ritgerðinni hef ég komið fyrir á þessari síðu vegna þess að ég trúi á að akademía sé […]

Í mínu ungdæmi (varúð, íronía) 8

Mér finnst stundum gaman að þykjast vera gamli karlinn. Fyrir einhverjum árum sagði ég við táning að það skipti engu máli hvað hún segði, ég tæki ekki mark á svona krökkum sem væru fæddir eftir fall Berlínarmúrsins. Grey stelpan hélt ég meinti þetta og varð voða skömmustuleg. Það er jú í sjálfu sér ekki neitt […]

Endurómun upphafsins 1

Nú býðst lesendum Bloggsins um veginn að lesa Endurómun upphafsins endurgjaldslaust á netinu. PDF-skjalið er aðgengilegt hér. Þá vek ég einnig athygli á því að upplýsingar um bækurnar mínar má finna hér, eða á spássíu hægra megin undir um bækurnar.

Fimmta alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils 1

Nú í kvöld var fimmtu alþjóðlegu ljóðahátíð Nýhils þjófstartað með koverljóðakvöldi á Grand rokk. Á morgun verður hátíðin hinsvegar formlega sett í Norræna húsinu við hátíðlega athöfn klukkan fimm og um kvöldið klukkan níu verða sýnd myndljóð. Á föstudags- og laugardagskvöld verða upplestrar. Nánari upplýsingar um hvar og hvenær og hverjir lesa og hvaðeina fást […]

Óræða borgin 1

Ég ferðast alltaf til sömu borgar í draumum mínum, meira eða minna. Hverja ég hitti eða reyni að komast í samband við er mismunandi eftir því hvað borgin heitir hverju sinni. Síðustu tvö skipti hefur hún heitið Árósar. Hún var samt ekkert líkari Árósum núna en þegar hún hét Jyväskylä eða þegar hún var ónefndur […]

Meiri útgjöld 0

Svo virðist sem slagsmálum mínum við LÍN sé nú lokið með fullnaðarsigri lánasjóðsins eftir um átta mánaða þras. LÍN vinnur vegna þess að hann ber ekki ábyrgð á því hvort mér berast þau bréf sem hann sendir út. Pósturinn ber heldur ekki ábyrgð vegna þess að pósturinn ábyrgist bara ábyrgðarpóst. Skemmtilegt hvernig fyrirtæki á borð […]

Ferð í bankann 0

Einsog næstum því enginn sem ég veit um fékk ég ríflega endurgreiðslu frá skattinum. Hún barst mér í pósti í formi ávísunar sem ég arkaði sæll og glaður leikandi milli fingra mér með niður í banka fyrr í dag. Mér þykir yfirleitt leiðinlegt að þurfa að fara í bankann og sjá öll kreppuandlitin með kaffibollana […]