Fyrirlesturinn í Suðursveit gekk vel, raunar langt framúr vonum. Fyrirlesturinn má finna á Tregawöttunum, hér. Í heimildaskrá er vísað beint í béaritgerðina mína, hafi einhver áhuga. Seinna birti ég svo fyrirlesturinn einnig hér, á pdf-formi. Þetta er annars fyrsta bloggfærslan sem er skrifuð á makka. Ég var semsé að fá mér nýja tölvu. Venst vel.
Categories: Þórbergur
- Published:
- 30. október, 2009 – 02:27
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Um helgina verður haustþing Þórbergsseturs að Hala í Suðursveit. Meðal annarra verðum við frændsystkinin Þórunn Hrefna með erindi þar og að sjálfsögðu hvet ég alla lesendur Bloggsins um veginn til að koma þangað. Þingið verður ræst á laugardagsmorgun og stendur fram á sunnudag. Dagskrána má finna hér. Erindið mitt set ég inná síðuna við tækifæri […]
Categories: Þórbergur
- Published:
- 15. október, 2009 – 21:58
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Stundum fellur lausnin einsog af himnum ofan. Ég hef haft áhyggjur af því að undanförnu hvernig ég komi til með að geta lifað fyrstu önnina í meistaranámi án þess að taka bankalán eða vinna einsog skepna, af því LÍN lánar ekki fyrirfram hvort sem maður nemur hérlendis eða þarlendis. Lausnin reyndist æði einföld. Nú er […]
Categories: Háskólablogg
- Published:
- 15. október, 2009 – 00:30
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ég sé það að athuguðu máli að síðasta færsla var fullhörð. Það er engum málstað til framdráttar að bregðast við sakleysislegum pistli Stefáns Friðriks á amx einsog ég gerði. Röksemdafærslan er stórundarleg eftir sem áður en það réttlætir ekki að kalla manninn fífl. Er það hérmeð dregið tilbaka.
Categories: Pólitík
- Published:
- 8. október, 2009 – 01:59
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ásgeir Berg Matthíasson, úrvalsþýðandi, spekingur, launbróðir minn og consiglieri, hefur bent á tiltekin líkindi milli pistils Stefáns Fr. Stefánssonar á æðibunulega repúblíkanavefnum amx og stílæfingarinnar hér neðar á síðunni. Vitaskuld eru öll slík tengsl tilfallandi. En ég vil endilega koma stórglæsilegum málflutningi Stefáns á framfæri fyrst ég á annað borð lét mig hafa það að […]
Categories: Pólitík
- Published:
- 4. október, 2009 – 16:27
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Ný byrjun eða nýju fötin keisarans? Ég verð peningalaus alla helgina. Debetkortið mitt rann út í gær. Svo ég fór í bankann í dag að sækja nýtt en þá var mér tjáð að kortið væri í póstinum. Þegar ég kom heim var ekkert kort þar og of seint að gera athugasemdir. Kannski er þetta bara […]
Categories: Úr daglega lífinu
- Published:
- 3. október, 2009 – 02:14
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Hún er kannski svolítið ókennileg núna en ég ætla að prufa mig áfram með þetta.
Categories: Uncategorized
- Published:
- 3. október, 2009 – 01:32
- Author:
- By Arngrímur Vídalín
Oft hefur verið sagt að pólitíkin sé hverful og það má svo sannarlega segja að eigi við í þessu tilviki. Þegar stjórnmálmenn verða uppvísir að rangfærslum með þeim hætti sem svo berlega hefur komið í ljós undanfarna daga er ekki laust við að maður verði hugsi um hvað knýi menn áfram til slíkrar ósannsögli með […]
Categories: Uncategorized
- Published:
- 2. október, 2009 – 22:00
- Author:
- By Arngrímur Vídalín