Grunnur að skrímslafræðum

Leslistar eru merkileg fyrirbæri. Ég get sett saman svoleiðis lista og fundist alveg augljóst samhengi á milli verkanna, jafnvel að rannsóknarefnið hljóti öllum að vera dagljóst sem sjá hvað ég les, en þannig er það auðvitað ekki. Fyrir hverjum og einum hafa slíkir listar ólíka merkingu, jafnvel enga merkingu. Ef ég segði að ég hefði nú keypt skrímslabókina eftir David Gilmore í regnskógi alnetsins Amazon, og Annál pláguársins eftir Defoe, ofan í allt hitt sem ég nefndi í gær, hvað ætli það segði lesendum þessa bloggs um viðfangsefni mín? Ætli það kæmist nálægt einhverri svipaðri hugmynd, eða myndi reynsla þess og áhugamál vekja með þeim einhverjar aðrar, óskyldar hugmyndir sem mér hefðu ekki hugkvæmst? Ég held það. Þetta eru líka tvö verkefni sem ég vinn að, annað er markvisst en hitt snýst eingöngu um að rekja almenn þemu. Þegar allt kemur til alls reynist þetta svo kannski vera sama verkefnið. Grunnur að skrímslafræðum. Kannski munu einhverjir fleiri en ég hafa áhuga á þessu áður en yfir lýkur.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *