Mánaðarskipt færslusafn fyrir: ágúst 2006

Rassgatarófa….

Ég fór að hitta Terry út af verkefninu mí­nu í­ dag, held að það hafi bara gengið ágætlega, mér fannst ég þó einhvernveginn ekki ná að koma mí­nu nógu skilmerkilega frá mér!! Ég mun örugglega taka viðtal hérna á íslandi fyrir verkefnið, vona að það reddist.

Við í­ stjórninni höfðum fyrsta svona „alvöru“ fundinn í­ gær. Við vorum að sjálfsögðu með fullt af frábærum hugmyndum fyrir hið frábæra félagslí­f í­ vetur. Ég var reyndar mjög svekkt þegar ég komst að því­ að nýnemafundurinn er í­ dag en ekki á morgun eins og ég var búin að ákveða með sjálfri mér. Þar af leiðandi var ég búin að samþykkja aukavakt á flugvellinum í­ dag (þar sem ég er núna) en var ekki búin að ákveða neitt með morgundaginn.

Ég vona bara að kynningin gangi vel þó að mí­nu frábæru persónutöfra vanti 🙂

Svo ætlum við að halda nýnemakvöld í­ næstu viku og plata einhvern saklausan nýnema til að vera með okkur í­ stjórn, svona eins og ég var plötuð í­ fyrra… ég er nú samt bara þakklát fyrir það 🙂

Â í kvöld mun hún Andrea ofurpæja heiðra okkur Hlyn og Patta með nærveru sinni. Að sjálfsögðu munum við dekra við hana af bestu getu þar sem hún er nú orðin skólagella (ekki það að við höfum ekki dekrað við hana fyrir þann tí­ma). Ótrúlegt hvað hún hefur stækkað hratt. Hún stækkar örugglega á þreföldum hraða við annað fólk…..

Nota tækifærið þegar ég enda þetta raus mitt að óska henni Hrafnhildi til hamingju með að vera loksins að fara að opna sýningu.

Ég mun mæta þangað þegar ég er búin að vinna.

bless

kex

(ég veit að þetta rí­mar ekki, mér finnst þetta fyndið!)

Hver er versti þynnkumatur sem þú hefur smakkað?

Núna er ég að öllum lí­kindum að taka seinustu vaktina mí­na hérna á flugstöðina. Það þýðir að bara dagurinn í­ dag og morgundagurinn eru eftir. Það gætu verið aukavaktir eftir en það mun koma betur í­ ljós á morgun held ég.

Ég var að vinna alla helgina, bæði hér og í­ Smáralind. Mamma var með brjálað partý á fös. sem ég varð óvart hluti af þegar ég kom úr vinnunni. Það var nú samt bara gaman.

Elsa fær svo verðlaun fyrir óvenjulegasta þynnkumat sem ég hef séð. Það var normabrauð með lifrapylsu….

Geri aðrir betur.

Þarf lí­ka bara monta mig hvað ég á sæta og g(óða) systur. Sjáið þið bara:

Þú ert best 🙂

 

aldur

Þú ert 21 ára . . .

 
     eða 1132 vikna gamall/gömul

     eða 259 mánaða gamall/gömul

     eða 7927 daga gamall/gömul

     eða 190248 klst. gamall/gömul

     eða 11414932 mí­n. gamall/gömul

     eða 684895941 sek. gamall/gömul

 
Og næsta afmæli þitt er eftir:

108 daga 2 klst. 8 mí­nútur og 39 sek.

Ef ykkur langar að vita hvenær á að gefa mér afmælisgjafir 🙂

Ég er ótrúlega öfundsjúk. Hérna á flugvellinum eru staddir í­talskir skiptinemar sem eiga eftir að vera á íslandi í­ ár. Svo er hún Aðalheiður systir hans Hlyns alveg að fara út….

Ég vildi að ég væri alveg að fara út….

Fara í­ gegnum þetta allt aftur. Jú, þetta gat verið erfitt og ég var með heimþrá en ég myndi aldrei vilja missa af þessari lí­fsreynslu!!!

Óska öllum hamingju sem eru að fara til útlanda 🙂

Draumar

Mér finnst mjög skrýtið hvernig mann dreymir. Þá er ég ekki að tala beint um innihald draumanna heldur staðina sem maður er á í­ draumum.
Til dæmis dreymir mig alltaf að ég eigi heima í­ sama húsinu, ég er farin að þekkja það mjög vel og samt hef ég aldrei séð það í­ alvörunni. Það sama á við um einhvern sal sem er alltaf sá sami (ekki að ég viti hvað ég er alltaf að gera í­ einhverjum sal!) Svo er húsið hennar ömmu (þar sem hún átti heima, ekki elliheimilið) alltaf það sama, með mjög krí­pý stigagangi!
Er ég bara skrýtin eða er þetta algengt??
pælaraJóhanna

Nafnið mitt

Ég er farin að halda að ég sé með ósýnilegt nafnspjald á mér eða eitthvað. Það er  búið að koma svo oft fyrir hérna að fólk kallar á mig með nafni og ég hef ekki hugmynd um hvernig það veit hvað ég heiti. Ekki það að mér finnist það neitt verra, enda er nafnið mitt ekki leyndarmál, heldur finnst mér það bara svolí­tið skrýtið….

strætó

Ég elska bus.is sí­ðuna. Hún bjargar mér alveg þegar ég þarf að nota strætó. Það gerist reyndar ekki oft en án þessarar sí­ðu væri í­ algjörlega týnd í­ strætókerfinu!

Ég verð að viðurkenna það lí­ka Telma að minn húmorþroski er akkúrat á þessu stigi, ég veit ekki af hverju en ég hlæ alltaf að kúk og piss bröndurum!!

Kristí­n, hvort eigum við að hittast á morgun eða hinn? Viltu koma í­ kaffi og með því­? Mí­nus kaffi, plús bjór?

 

Ég er svo hugmyndasnauð!

Draugadrjóli:
Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í­ klóinu þegar þú kí­kir.

Hreinn skí­tur:
Sá sem þú skí­tur og sérð í­ skálinni en það er ekkert á skeinipappí­rnum.

Eltikúkur:
Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.

Sprengja-æð-í­-enninu hnulli:
Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.

Dauðadrumbur:
Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í­ sundur með blýanti.

Loftpressukúkur:
Kemur með svo miklum látum að allir í­ kallfæri flissa.

Þynnkuskita:
Kemur eftir fyllerí­. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í­ skálinni.

Maí­skúkur:
Skýrir sig sjálfur.

Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur:
Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.

Mænustunguskí­tur:
Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert viss um að hann er á leiðinni út þversum.

Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari):
Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.

Háklassakúkur:
Kúkur sem lyktar ekki.

Óvæntur kúkur:
Þú ert ekki einu sinni á klóinu því­ þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en… úps, sparð.

Slórskí­tur:
Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.

Atómsprengja:
Þig sví­ður undan þessum á leiðinni út og sví­ður enn í­ marga klukkutí­ma á eftir.

Mikilmennskukúkur:
þú rembist og rembist og svo kemur eitt pí­nulí­tið lambasparð.

íþróttaálfurinn:
kemur u.þ.b. klukkutí­ma eftir leikfimina.

Klippikúkur:
sem er svo langur að þú þarft að kúka – klippa – kúka – klippa…….

Góðan dag

Þetta er sem sagt nýja sí­ðan mí­n sem mun verða fí­n 🙂

Það hefur skapast sú undarlega hefð (gerist bara óvart) að Kolla (og stundum Jón íšlfur) koma í­ heimsókn og þá yfirleitt mat á miðvikudagskvöldum. Og það bregst þá ekki að Tí­skuþrautir eða þarna þátturinn er í­ sjónvarpinu á meðan við borðum.

Núna á miðvikudaginn gerðist það svo að Kolla var ekki í­ heimsókn og ég þurfti að horfa á þáttinn með öðru auganum ein!

Kolla, haltu áfram að koma í­ miðvikudagsheimsóknir!!!

Annars er ég í­ vinnunni núna. Mér telst svo til að þetta sé ní½st seinasta vinnuhelgin mí­n hérna, það er svolí­tið skrýtið, ég er ekki tilbúin í­ það að sumarið sé að verða búið, mér finnst það bara vera rétt að byrja. Aðrir í­ svipuðum fí­ling?

Ég er meira að segja búin að fá pósta frá tilvonandi kennurum um kennsluefni. Skrýtið!

í fyrradag fórum við Hlynur í­ í­sbí­ltúr með ömmu. Amma át í­sinn á tveimur mí­nútum sléttum. Hún fær hér með verðlaun fyrir hraðát á í­s….

Ég sendi Helgu Jónu góða strauma fyrir daginn.