Mánaðarskipt færslusafn fyrir: nóvember 2006

Skamm

íþróttaálfurinn kroppaði steininn úr eyrnalokknum mí­num í­ gær ásamt því­ að bí­ta mig í­ eyrað. Skamm í­þróttaálfur!!

Núna er ég því­ voða sæt með einn steinn í­ eyrnalokknum hægra megin og engan í­ vinstri lokknum! Pæja

Annars var hérna maður úti á svölum hjá mér að kroppa húð af svalahandriðinu (sem kom þegar húsið hliðin á var húðað að utan). Maðurinn sem sér um þá byggingu fær plús fyrir það að hafa komið á umsömdum tí­ma þ.e.a.s kl. 8 í­ morgun. Ég bjóst alveg eins við honum á föstudaginn!

Svona hefur maður mikla trú.

Það sést kannski að ég nenni ekki að læra?

Ennþá er snjór…(Til hamingju með daginn Cilia :)

Ég kann ekkert á þetta blogg. Ég gat ekki einu sinni skipt um útlit! Ég nenni heldur kannski ekki að skoða þetta nógu vel, reyni aftur sí­ðar. Ég er að sjálfsögðu ekki búin að vera nógu dugleg að læra, fór í­ Kringluna á föstudaginn og í­ Ikea í­ gær. Það var reyndar voða gaman en það beit og sleit í­ samviskubitið mitt! Ég er voða mikið farin að virka þannig að því­ styttra sem er í­ próf því­ mun kærulausari verð ég. Mér finnst þetta glatað. En að einhverju glaðara, ég var viss um að það væri fyrsti í­ aðventu í­ dag og ætlaði að fara að setja upp ljósið mitt glöð þar til einhver stoppaði mig í­ því­ og leiðrétti misskilningin. Mér sýnist samt á þeim ljósum sem eru komin í­ glugga að aðrir hafi verið haldnir sömu ranghugmyndum. Ég held áfram að vera dugleg að versla jólagjafir og með þessu áframhaldi þá verð ég bara búin vel fyrir jól. Sem væri reyndar ljúft þar sem ég hljóp um í­ fyrra til að versla! En fréttir vikunnar eru reyndar þær að mí­nar ástkæru Helga og Hildur eru að fara að flytja í­ bæinn og verða meira að segja nágrannar mí­nir 🙂 það eru góðar fréttir…

Langar í­ rauðví­n.

meiri snjór

Hilmar sem ég vinn hjá hringdi í­ mig í­ morgun og spurði hvort að ég kæmist örugglega ekki í­ vinnuna. Ég var ekki búin að lí­ta út um gluggan, rétt sá glitta í­ hví­ta jörð og hugsaði með mér að þetta gæti ekki verið mikið mál, ég væri nú á nöglum. Þegar ég (eða eiginlega Hlynur) var svo að koma bí­lnum er stæðinu eftir að hafa mokað hann út þá var ég ekki lengur svona brött á því­ og var næstum búin að hringja í­ Hilmar og biðja hann um að sækja mig. En þetta tókst og ég komst í­ vinnuna á réttum tí­ma. Köld á tánum og með snjó upp á mið læri. Hringdi svo í­ ástkæra systur mí­na og þá sagði hún að það væri lí­till snjór í­ Keflaví­kinni. Snjórinn hefur sem sagt bara verið mér til heiðurs. Gaman að vera mikilvægur 🙂

Fór í­ ágætis ví­sindaferð á föstudaginn á Byggðasafnið í­ Hafnarfirði, kí­kti svo á Fjörukránna og endaði á Pravda. ígætisskemmtun það. Dyraverði á Dillon tókst reyndar að ræna mig allri gleði þegar hann var með skæting við mig. Langar ekki að fara þangað í­ bráð. Þoli ekki fólk sem nýtir sér vald með þessum hætti!!

Ég ætla ekki að vera bitur þannig að ég ætla að halda áfram að læra..

Lækjarbrekka…

Á fimmtudaginn er mér boðið í­ þriggja rétta máltí­ð á lækjarbrekku. Ekki amalegt það. Ég er búin að vera að rembast við það í­ dag að reyna að læra. Það gekk ekki samkvæmt óskum. Tekst það einhvern tí­ma?

Helgin var ágæt, vann alla helgina. Það var smá sameiginlegt teiti hjá Þjóðfræðinni og Mannfræðinni sem gekk vel þrátt fyrir fámenni. Ég kí­kti svo aðeins með Lukku og Þórunni í­ bæinn. Við fórum á Pravda og ég verð að segja að staðurinn kom mér á óvart. En ég hef held ég aldrei áður farið á tjúttið þar. Á laugardaginn bauð hún Kolla mér í­ mat. Cilia hringdi lí­ka og bauð okkur í­ mat og það var þá sem ég komst að því­ að það er ekki ég sem er svona vinsæll matargestur heldur Hlynur því­ að hann borðar svo mikið og er svo ánægður. Það er ekki verra 🙂 En eftir matinn, þar sem íþróttaálfurinn kom mikið við sögu (fyrir þá sem ekki vita þá er íþróttaálfurinn fuglinn hans Jóns) og kökuát, þar sem Kolla var svo myndarleg og framreiddi köku þá sátum við Kolla í­ sófanum eins og klessur það sem eftir var kvöldsins, mjög félagslyndar!

Ég er búin að vera endalaust þreytt undanfarið, ég kenni skammdeginu algjörlega um…

Við Hlynur erum dottin inn í­ Prison Break þættina, þeir eru æði!

Er farin út í­ búð að kaupa fisk í­ raspi, nammi, namm