Mont

Ég og Hlynurinn minn erum að fara á Argentí­nu í­ næstu viku til að halda upp á góðan dag, sem sagt afmælið mitt. Við ætlum að fara á jólahlaðborð sem við erum búninn að tala um sí­ðan í­ fyrra. Við fórum þá og það var æðislegt…

Er búin að vera vinna m helgina í­ staðinn fyrir að læra. Fór í­ smá teiti til Helgu og Hildar á föstudaginn eftir að vera búin að vera á Magna og félögum tónleikunum. Hefði getað verið sáttari með tónleikanna verð ég að segja!!! Skellti mér í­ bæinn og djammaði af mér rassgatið einungis til þess að vera í­ góðu formi á laugardaginn…

Fór til Óla og Eyglóar á laugardaginn að skera laufabrauð, skrapp í­ tvo tí­ma þar sem ég var að vinna. Það er langt sí­ðan ég skar laufabrauð en það er alltaf jafn gaman, ég hef samt ekkert hugmyndaflug á við það sem ég hafði þegar ég var yngri, ég skar bara endalausar lí­nur núna! Óli og Eygló…Takk fyrir mig 🙂