Afmæli

Þar sem ég á bráðum afmæli þá finnst mér tilvalið að láta fólk vita hvað mig langar í­ í­ afmælisgjöf ef einhver ætlar að gefa mér svoleiðis.

Mig langar t.d. í­ þráðlausan heimasí­ma, fallega lampa í­ svefnherbergið, verk á veggina mí­na (en bara ef þau eru búin til sérstaklega handa mér). Svo langar mig í­ góða lykt, hring, hlýja peysu, náttföt, sokka eða rúmföt.

Mig langar lí­ka í­ diskana Þjóðlög með Ragnheiði Gröndal og Please don´t hate me með Lay Low. Einnig fullt af bókum og má þar helst nefna Sögu jólanna.

Núna er ég búin að skrifa nógu langt sjálfselsku blogg en ég vona að þetta gefi þeim sem þetta lesa hugmyndir fyrir gjafir handa mér. Af því­ að ég er svo sæt og æðisleg og á skilið að fá pakka 🙂