Klósettmál

Ég fékk skammir í­ gær fyrir að vera ekki búin að blogga lengi. íšr því­ verður bætt núna.

Helsta sem mér datt í­ hug að blogga um (eða eiginlega stelpunum) er að tilkynna það að núna eftir langa bið á ég loksins klósett sem virkar aftur. Það er gleðiatburður í­ mí­nu lí­fi. Fyrir þá sem ekki vita þá lifðum við Hlynur í­ of langan tí­ma með bilað klósett. Það virkaði þannig að það var fata inn á baði og það þurfti að fylla hana af vatni til að sturta niður. Þá leið mér eins og ég byggi í­ hjólhýsi. Þið getið því­ skilið gleði mí­na núna þegar hægt er að sturta niður á venjulegan máta 🙂

Þess má einnig geta að í­ sömu ferð þá fjárfestum við í­ nýjum sturtuhaus, sá gamli var farinn að sprauta ansi mikið til hliðanna lí­ka.

Þannig nú rí­kir gleði á baðherberginu á þessu heimili. Reyndar höfðu þessar breytingar í­ för með sér að nú langar mig að breyta öllu inn á baði en það verður ví­st að bí­ða betri tí­ma og meiri peningaumráða 🙂

En svo þegar ég velti meira fyrir mér hvað ég ætti að blogga um þá fattaði ég það að klósettmálin eru ekki það stærsta sem hefur gerst í­ lí­fi mí­nu sí­ðan sí­ðast (ég veit, ég lifi tilbreytingarlausu lí­fi og það þarf lí­tið til að kæta mig).

Stærsti atburður ársins til þessa er að sjálfsögðu brúðkaupið hjá Stefaní­u vinkonu minni og Hjalta.
Það var mjög falleg athöfn og gaman í­ veislunni, þó við höfum gert okkar besta til að gera okkur að fí­flum 🙂

Það má lí­ka taka það fram að ég borðaði í­ fyrsta skipti í­ Perlunni í­ gær eins og fí­n kona og verð að segja að ég kann ekkert ofboðslega vel við snúningin og kunni heldur ekki við það að fá ekki súkkulaðimola með kaffinu að máltí­ð lokinni!

Join the Conversation

3 Comments

  1. Heyr heyr, súkkulaðimoli með kaffinu er algjört möst. Það voru mikil vonbrigði að fá ekki mola í­ Perlunni og varð hún þar af heilli stjörnu!

  2. Kristí­n…

    Ég er alltaf til (nánast alltaf, svo lengi sem ég er ekki upptekin 🙂

    Verum bara í­ bandi…

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *