Menningarviti

í seinustu viku reyndi ég mitt besta að vera jafn menningarleg og hún Helga Jóna. Það tókst ekki alveg þar sem mjög erfitt er að slá henni við.

Ég fór nú samt tvisvar í­ leikhús. Sá Kommúnuna með honum bróður mí­num fyrripart vikunnar og svo Baðstofuna með einhverjum úr matarklúbbnum ásamt áhangendum seinnipartinn.

Mér fannst Baðstofan betra heldur en Kommúnan, fannt það sí­ðarnefnda fylgja myndinni (Tillsammans fyrir þá sem ekki vita) of mikið. Held að þetta hefði getað orðið mun flottara ef að svo hefði ekki verið.
Baðstofan var mjög flott en við þurftum smá tí­ma til að átta okkur á því­, fyrst eftir sýninguna vorum við ekki alveg viss með þetta allt saman en þegar leið á áttuðum við okkur betur og betur á því­ hvað okkur fannst þetta flott 🙂

En svona fyrir utan það að vera dugleg að fara í­ leikhús í­ seinustu viku, þá var ég lí­ka í­ heimaprófi sem tók mun meiri tí­ma heldur en ég bjóst við.
Svo fór ég lí­ka í­ útskriftarveislu hjá henni Ciliu, hún útskrifaðist úr þjóðfræðinni seinsta laugardag. Ég var reyndar plebbagestur og mætti gjafarlaus og mannlaus en ég bætti það nú upp um kvöldið og kom allavega með manninn með mér í­ teitið sem var haldið ( haldið var upp á útskriftina með kaffiboði og teiti) og mér til málsbótar er ég núna búin að versla gjöf sem ég á samt sem áður eftir að koma til skila.

Núna er bara planið að fara að spýta í­ lófana og vera dugleg að læra, það hefur ekki gengið svo vel hingað til ( þar af leiðandi mun ég örugglega fara að blogga meira, er það ekki alltaf svoleiðis?)

Er farin í­ skólann….