Stuttur annáll

Spurning hvort að ég geri árinu skil í stuttu máli.

Árið hófst í Svíþjóð með Önnu og lauk í Breiðholtinu með Önnu. Í millitíðinni fór ég til bæði Færeyja og London. Sá Brian May og Roger Taylor á tónleikum í London og hitti Týsarana í Götu. Skemmtilegar ferðir og í bæði skiptin var ég einn í útlöndum.

Ég fór í framboð til Stúdentaráðs og sat í Menntamálanefnd ráðsins eftir kosningar. Háskólalistabrasið setti svip sinn á árið. Elli varð formaður og við áttum æðislegt fagnaðarkvöld á Stúdentakjallaranum. Fullt af skemmtilegu fólki þar.

Ég fékk mjög skemmtilega vinnu í sumar. Fór á ágætt ættarmót í Svarfaðardal. Ég keypti síðan íbúð með Eygló.

Ég byrjaði í alvörunni í þjóðfræði, ákvað síðan í haust að fara í mastersnám í þjóðfræði og fékk samþykki fyrir ritgerðarefni. Ég kynntist þjóðfræðinemum, eldri betur en nýjum í fyrsta sinn. Glaður með það. Eygló varð bókasafns- og upplýsingafræðingur.

Ég hélt annars áfram gömlu vinnunni og verð væntanlega þar út veturinn.

Er þetta ekki það helsta?

2 thoughts on “Stuttur annáll”

Lokað er á athugasemdir.