111230137504918747

Hér er enn ein færslan (þetta er svo spennandi svona fyrsta daginn) og heiti ég því að þetta verður sú síðasta í dag.

Ég hef tekið eftir því að þegar fólk gerir eitthvað fyrir mig eða hrósar mér og þvíumlíkt að miðað við svörin sem ég veiti slíkum aðgerðum gefa þá ímynd af mér að ég lít ekki út fyrir að vera mjög þakklátur. Ég vildi færa þetta til betri vegar með því að fullyrða það að hvers konar hrós og velgjörðir er mér eru veittar eru mér mjög mikils virði og eru þau tónlist í eyrum mínum og sál. Og ef einhver misskilur viðmót mitt út frá viðbrögðum mínum þá er það eingöngu vegna þess að ég fer hjá mér við hvert mælt hrós. Ég vil samt sýna fram á þakklæti mitt í garð allra er hafa gert vel við mig undanfarið en ekki fengið út úr mér góð viðbrögð með því að þakka ykkur öllum alveg kærlega fyrir. Ég gleymi aldrei velmælum 🙂

Að þessu máli frágengnu, getur einhver sagt mér hvernig í *#%$/=&*+># ég fer að því að pósta myndum, skella inn commentakerfi og teljara.

111230128002930520

Í dag fór ég í minn síðasta dönskutíma, ever! Það er að segja ef ég næ stúdentnum. Af gefnu tilefni ætla ég mér að birta nöfn allra þeirra dönskukennara er ég hef haft, umögn um þá og svo einkunn.

Þóra:
Þóra var minn fyrsti dönskukennari. Hún var ágæt en skorti þó þann lið félagshæfni er gerir fólki grein fyrir því hvort annað fólk líkar það sem maður segir. Fyrir vikið var aldrei gaman í dönsku í þeim skólanum. Einkunn: 6,5

Kristín Hafsteinsdóttir:
Kristín var yfirhöfuð skemmtilegur kennari og uppátækjasöm. Það sem hana skorti í kennsluhæfileikum hafði hún í nýstárleika. Þessa dagana (og komandi ár reyndar) situr hún inni fyrir morðtilraun. Einkunn: 7,5

Ágústa Harðardóttir:
Ágústa var stórkostlegur dönskuspekúlant og góður kennari ef eilítið uppstökk. Ef ekki hefði verið fyrir hennar leiðsögn þá kynni ég eigi dönsku í dag. Hennar helstu áhugamál voru danska, danska og danska. Einkunn: 8,9

Ólafur P:
Óli P var sá albesti dönskukennari er ég hef nokkru sinni haft. Hann var að árum kominn, gamall en hress. Hann hafði miklar mætur á Andrési Önd og tók öllu með jafnaðargeði. Ef við vorum honum ódæl þá varaði hann okkur við því hve uppstökkur hann hafði verið í æsku.
Einkunn: 10!!

Þyrí:
Ég mun ekkert tjá mig um Þyrí fyrr en ég er viss um að ég hafi náð prófum.

111230112669594417

Hefi ég nýverið uppgötvað það að ekki er örgrannt um kynþáttafordóma í annars hinni ágætu bók Snorra-Eddu. Þar meðal annars níðst á dvergum og talað um einhvern Surt sem umlykur heiminn eldi. Þetta eru frekar ógeðfelldar lýsingar en spaugið er samt alltaf handan við hornið. Til dæmis ef þú skyldir nú hitta Kana, Breta eða einhvern annan enskumælandi mann sem væri að hallmæla öðrum kynþáttum þá ættirðu þér leik á færi! Tökum þessar samræður sem dæmi:

Rasisti: And all those negros man! They’re like shit! Everywhere they go they engulf the streets with shit!
Þú: Ó, ðetts noþþíng. Ví ónlí hed vonn nígró, ðö vonn viþþ ðö neim Nigger. Hí enngölfd ðö hól vörld inn fæjer!

Og þannig mætti halda lengi áfram.

111230092862397712

Nú eru komnir upp línkar á þau Sigga og Silju og verða þau vonandi kát við þau tíðindi. Mér tókst að lesa Egils sögu á mettíma en sá tími var tæpir tveir dagar. Í dag mun ég hefja lestur Snorra-Eddu og er það vilji minn að ég nái að lokastaf þeirrar bókar á skemmri tíma en mér tókst til við Eglu. Svo þarf ég að fara að læra meiri latínu en það er einmitt mál Kölska og hefur það reynst mér erfitt viðureignar.

! VARÚÐARORÐ ÞEIM ER KYNNU AÐ LESA !
Ég vorkenni ykkur ekkert ef þið álpist hér inn á blogg mitt enda er það ekki ætlun mín að blogg mitt skuli vera skemmtilegt. Það verður fullt af einkahúmor og leiðinlegum hugdettum sem ég fæ á fimm mínútna fresti og eru flestar þeirra leiðinlegar mjög. Einnig er það mín fyrirætlun að halda daglegar færslur yfir hluti sem ég hef lært á prófatíma og ber hverjum að sjá um sig sjálfa. Munu engir fangar teknir í þeim (áreiðanlega) leiðinlegu færslum.

Þakka ykkur fyrir.