108881228615058825

Hmm, þrjár moggafærslur á einum degi. Ekki þykir mér það neitt til að hrópa húrra yfir. Ekki að mér finnist ég vera að bregðast einhverjum lesendum. Að sjálfsögðu blogga ég ekki fyrir neinn annan en sjálfan mig – hvers vegna að blogga fyrir einhvern annan? Ef einhver heldur því fram að hann þurfi að vera á bloggtánum til að seðja hungur einhvurra lesenda er það öruggt mál að viðkomandi er að búllsjitta.

108879908114066403

Mogginn í dag:

„Eftir að honum höfðu verið lesnar sakagiftir voru ellefu aðrir menn, sem voru háttsettir í valdakerfi Saddams á sínum tíma, dregnir fyrir dóminn líka, í sama tilgangi. Flestir þeirra virtust þreyttir og bugaðir; aðeins skugginn af sjálfum sér frá þeim tíma sem þeir voru voldugustu menn landsins.“

Þvílíkir stílistar eru það sem Mogginn hefur á sínum snærum. Hlutleysi fjölmiðla er dýru verði keypt þegar svona dramatík kemst á síður blaðanna.

108878350095852688

Ég fékk svo frábæra réttlætingu á hendi fótboltans í gær að ég verð eiginlega að deila henni með lesendum bloggs þessa. Hendi er í raun ablativus (þ.e. leikmaður notar hendina) og þ.a.l. er það réttlætanleg notkun.

Í körfubolta er enn notaður fótur, ekki fæti, eins og ablativusinn gengur út frá. Má vera að þeir sem stunda slík úthverfasport hafi ekki enn áttað sig á töffaraskapnum sem liggur að baki duldum ablativus í íþróttahugtökum.

Hvað önnur mál snertir vil ég koma því á framfæri að Freud var fyrir sálfræði, eins og Mikael Torfa er fyrir bókmenntir.