Halló skralló (sagt að hætti Hrafnkels)

Það er nú voðalega lí­tið að frétta héðan úr pappakassanum okkar. Hrafnkell kom heim í­ viku og fór svo aftur austur til að láta einhverja útlendinga mynda sig og ég hef bara ekkert séð hann sí­ðan. Hann er nú voða hógvær (er það nú reyndar ekki oft) og telur að hann hafi ekki sýnt neina meistaratakta svo það er óví­st að við hjónin séum á leið til LA. Reyndar verða þessir þættir ekki sýndir fyrr en á næsta ári svo við verðum að bí­ða þangað til, til að komast að því­ hvort um leiksigur sé að ræða;)
Annars yrðum við mjög góð í­ Hollywood, labbandi um með stjörnunum;)

Við erum aftur að lenda á götunni. Við töldum að við gætum farið aftur í­ í­búðina sem við vorum í­ en svo vorum við að komast að því­ að hún verður ekkert leigð strax svo við verðum á götunni eftir ca 2 vikur:/ Er einhver þarna sem veit um leiguí­búð á sanngjörnu verði mjög fljótlega og helst til lengri tí­ma, erum alveg að gefast upp á þessum endalausu flutningum og veseni.

Læt fylgja með mynd af litlu sætu frænku minni en hún er systkinabarn mitt númer 14.

finnlaugsdottir.jpg

Brúðkaupsmyndir

Núna ætti þetta að virka: http://www.facebook.com/album.php?aid=9769&l=b99d7&id=563948265

og seinni hlutinn af myndunum er hérna: http://www.facebook.com/album.php?aid=9773&l=f4a8c&id=563948265

kv Íris

Brúðkaupsmyndir

Loksins setti ég einhvern hluta af þeim myndum sem við fengum frá Ragnhildi ljósmyndara á netið slóðin er: http://www.facebook.com/album.php?aid=9769&id=563948265

Partur 2 er svo á slóðinni: http://www.facebook.com/album.php?aid=9773&id=563948265

Endilega kí­kið á myndirnar:)

kveðja Íris

Komið þið litlu ungarnir mí­nir…..

…. „en við þorum ekki fyrir úlfinum í­ skóginum.“ „Komið þið samt“
Hver man ekki eftir þessum leik? Ég set alltaf samasem merki við þennan leik og gæsló. Þegar maður var komin í­ 0 bekk var þessi leikur ekki nógu cool lengur;)

Það er ekkert nýtt að frétta svo ég hef ekki frá miklu að segja. Hrafnkell er þó að koma heim í­ kvöld, hann fær far með strák sem er að vinna með honum og leggja þeir af stað um hádegi. Fara s.s að leggja af stað:) Hrafnkell er búinn að hafa það fint fyrir austann í­ sumar en hlakkar auðvitað til að koma. Ég hlakka auðvitað lí­ka til að fá hann heim, þótt ég sé orðin nokkuð vön að hafa húsið og rúmið og allt út af fyrir mig;)
Já tí­minn lí­ður sko hratt, ekki nóg með að Hrafnkell sé búinn að vera í­ 9 vikur að heiman þá áttum við mánaðar brúðkaupsafmæli sí­ðasta þriðjudag.
já og svona til að minna ykkur á, þá eru bara rúmlega 4 mánuðir í­ jól:) Ég er nú þegar búin að kaupa nokkrar jólagjafir og erum við að vinna í­ því­ að velja brúðkaupsmynd á jólakortin.

Við erum búin að fá 230 myndir frá ljósmyndaranum og ef til vill set ég eitthvað af þeim á netið.

Það er svo tæplega mánuður í­ að við hjónin yfirgefum miðbæinn. Þurfum að mig minnir að vera flutt fyrir 12 september. Vonandi hefst það allt saman og vá hvað ég hlakka til að búa ekki lengur í­ pappakassa og geta boðið fólki til okkar í­ heimsókn og svo ég tali nú ekki um að koma öllu flottu brúðargjöfunum fyrir einhverstaðar.

Ég er búin að hafa nóg að gera sí­ðan ég kom að norðan sí­ðasta sunnudag. Fyrsta verk mitt á sunnudag var að kí­kja á nýjustu frænku mí­na og var svo fram á kvöld að spila við Sillu og Filla.
Á mánudagskvöldið buðu Silla og Filli mér í­ grillmat og sí­ðan fór ég á kaffihús og hitti þar Birnu, Eydí­si og Sigrúnu. Vá hvað það var gaman að hitta þær. Langt sí­ðan við sáumst allar og höfðum við því­ nóg að tala um.
Á þriðjudagsmorgun byrjaði ég að passa Pétur Snæ í­ smá stund meðan litla diddan hans fór í­ 5 daga skoðun. Sí­ðan skruppum við Silla í­ smá búðarráp meðan Filli beið í­ bí­lnum með krökkunum. Sí­ðan fór ég til Ingunnar og við skelltum okkur í­ sund í­ góða veðrinu og þar næst í­ heimsókn til Þrúðar og Tóta að kí­kja á Erlu Rós litlu dömuna þeirra. Um kvöldið var svo saumaklúbbur hjá Ingunni sem ég mætti að sjálfsögðu í­.
Miðvikudag og fimmtudag var sí­ðan vinna og lí­tið annað gert. Núna er ég komin í­ helgarfrí­ og aldrei að vita nema maður kí­kji aðeins á menningarnótt þegar eiginmaðurinn er mættur:) Hvað ætlið þið annars að gera um helgina?

Komið þið sæl!

Af mér er allt fí­nt að frétta. Var að koma heim frá Dalví­k, lét mig að sjálfsögðu ekki vanta á Fiskidaginn mikla. Þar var fullt af fólki og mikið fjör:) Skemmti mér mjög vel. Eiginmaður minn lét sig ekki heldur vanta og hittumst við á Dalví­kinni á fiskisúpukvöldinu.

Hrafnkell kom suður um verslunarmannahelgina en ég var að vinna svo við sáumst nú lí­tið nema á kvöldin. Fórum á Simpson myndina í­ bí­ó og út að borða, held það sé það eina sem við hjónin gerðum. Hrafnkell kí­kti í­ partí­ á laugardagskvöldinu en ég fór bara að sofa.

Annars átti eiginmaður minn afmæli 2. ágúst svo ég óska honum aftur til hamingju með afmæli:)

Svo er búin að vera barnasprengja undanfarið:

Sverrir og Ingveldur eignuðust stelpu 23. júlí­. Til hamingju með hana:)

Inga Jóna og Siggi eignuðust strák 24. júlí­. Til hamingju með hann:)

Jóna Rut og Jói eignuðust strák 26. júlí­. Til hamingju með hann:) Sólveig til hamingju með litla bróðir.

Kristí­n og Trausti eignuðust stelpu 2. ágúst. Til hamingju með hana:)

Þrúður og Tóti eignuðust stelpu 3. ágúst. Til hamingju með hana:) Hjörtur Einar til hamingju með litlu diddu.

Silla systir og Filli eignuðust stelpu 9. ágúst. Til hamingju með hana:) Helgi Fannar og Pétur Snær til hamingju með litlu diddu.