Ofurbloggarinn hættur?

Lesendur bloggs þessa hafa vafalaust yppt öxlum í gær og starað í forundran á tölvuskjáinn sinn, hugsandi: Hvar er færslan? Þegar brjálæðingar eins og ég skrifa hátt í þrjár færslur á sólarhring eins og fyrir reglu verður fólki bilt við er færslur vantar fyrir einn dag og gæti fólk dregið þá ályktun að slíkur ofurbloggari hafi lagt upp laupana. Eflaust hafa margir þrýst á F5 hnappinn á lyklaborðinu nokkrum sinnum en án árangurs. Staðreyndin í þessu máli er sú að ég gleymdi að blogga í gær og ég er ekki hættur.

Færsla gærdagsins (sem aldrei kom)
Þegar ég var í strætó á leiðinni í síðasta prófið mitt varð mér ekki um sel þegar inn í strætóinn gengu c.a. sjö hvalir í kvenlíkjum og hlömmuðu sér í sætin alls staðar í kringum mig svo allt lék á reiðiskjálfi. Jafn skyndilega og skepnurnar höfðu birst mér hóf ein þeirra upp raust sína.
Sprímsli* 1: „Bla, bla, bla, bla, alþingishúsið, bla…“
Sprímsli 2: „Ha? Alþingishúsið? Hvar er það?“
Sprímsli 1: „Það er þarna hjá þarna torginu** þarna, þú veist.“
Sprímsli 3: „Svo er líka svona stytta af honum þarna, Jóni Sigurðssyni!“
Sprímsli 4: „Sagði hann ekki þarna mótmælum allir, eitthvað?“
Sprímsli 5: „Jú! Það var í þarna stjórnarráðinu***!“
Sprímsli 4: „Já, þarna hjá Ingólfstorgi****?“
Sprímsli 1: „En, bíddu… ha? Hvenær var þetta?“
Sprímsli 5: „Einhvern tímann sextán-sautjánhundruð og eitthvað*****“

Guð minn almáttugur hvað ég var að deyja úr pirringi inni í þessum strætó.
(*Sprímsli = spikfeitt skrímsli ; **Austurvöllur ; ***MR ; ****Lækjartorgi ; *****1851)

Radiohead quote dagsins:
„I’d happily talk about nothing.“ -Jonny Greenwood, gítarleikari

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *