111532876855369245

Tilvera Andrésar var alveg hreint til prýði, þó svo að ýmislegt hefði betur mátt fara. Það eina sem var til ama var skortur á geimskipi (verður lagað), örfáar klippingar (verður lagað) og hljóðið í endann á myndinni (verður einnig lagað). Annars munu tökur á minni eigin mynd (Maðurinn sem dó úr ofáti: Leikþáttur í þremur hlutum) hefjast í kringum þann tuttugasta þessa mánaðar. Það verður fjör.
Annars óska ég eftir tónlistarmönnum til að aðstoða mig við útsetningar og upptökur á tónlistinni fyrir myndina, en ég samdi hana sjálfur. Það er svosem ekki að spyrja að því hvort Silja verði mér ekki innan handar við þetta, enda er hún helmingur hljómsveitar okkar, Helþrymju. Æskileg hljóðfæri (þó að flest komi til greina) eru: Gítar, bassi, mandólín (ef svo ólíklega vill til að einhver spili á það snilldar hljóðfæri), fiðla, selló og trommur. Ég held við ráðum við restina. Allar umsóknir berist á e-mailið neðst í línkasafninu og ber að athuga að þetta er launalaust starf. Einu launin verða viðurkenningin, eintak af myndinni og diskur með lögunum. Öllu tónlistarfólki er velkomið að sækja um.

Nýtæki
Að lokum birtist hér nýtæki frá Alla vini mínum:
„Sjálfselja“, þ.e. portkona (ritskoðað: upphaflega orðið var of gróft), kvk orð, dregið af orðinu „sjálfsali“.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *